Enski boltinn

Wenger þurfti að segja Klopp að róa sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjórarnir spjalla saman í gær.
Stjórarnir spjalla saman í gær. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er ófeiminn við að láta tilfinningar sínar í ljós á hliðarlínunni en það var svo sannarlega tilfellið í 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal í gær.

Liverpool komst tvívegis yfir í leiknum en Arsenal komst svo 3-2 yfir snemma í síðari hálfleik. Joe Allen var svo hetja heimamanna er hann tryggði Liverpool eitt stig með því að skora á 90. mínútu.

Sjá einnig: Joe Allen tryggði Liverpool stig gegn Arsenal í miklum markaleik

Þeir Klopp og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bera virðingu fyrir hvorum öðrum og spjölluðu nokkrum sinnum saman á meðan leiknum stóð í gær.

„Ég sagði honum að róa sig því menn hika ekki við að reka okkur upp í stúku,“ sagði Wenger og brosti. „Hjá Liverpool er þetta þannig að það er þröngt um mann og stutt á milli manna á hliðarlínunni.“

„Hann átti eitthvað ósagt við fjórða dómarann sem hann verður að skýra betur frá. En þetta var allt í lagi, það var engar slæmar tilfinningar í spilinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×