Bíó og sjónvarp

Jóhann átti alls ekki von á tilnefningu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna annað árið í röð.
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna annað árið í röð. Mynd/johannjohannsson.com
„Þetta eru náttúrulega bara mjög ánægjulegar fréttir og skemmtilegar sem ég átti nú alls ekki von á. Ég bjóst alls ekki við því að þetta myndi gerast svona tvö ár í röð,“ segir Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður sem í dag var tilnefndur til Óskarsverðlauna – annað árið í röð

Jóhann er tilnefndur fyrir kvikmyndatónlist sína við kvikmyndina Sicario.

„Þetta er bara frábært og sérstaklega gaman að myndin skuli fá þessa athygli og þetta samstarf okkar Denis Villeneuve. Þetta er nú önnur myndin sem við gerum saman, og við erum að vinna núna að okkar þriðju mynd saman og undirbúa þá fjórðum,“ segir hann.

Aðrir sem fengu tilnefningu fyrir kvikmyndatónlist eru meðal annars John Williams fyrir Star Wars: The Force Awakens og Ennio Moricone fyrir The Hateful Eight.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×