Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Sæunn Gísladóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Konur í æðstu stjórnunarstöðum landsins eru vel upplýstar um stöðu kynjanna, styðja að mestu leyti kynjakvóta í stjórnum og taka stefnumiðaðar ákvarðanir á vegferð sinni til árangurs. Margar telja sig hafa lagt meira á sig en karlmenn í sömu stöðu. Karlmenn komast fyrr út á atvinnumarkaðinn og fá eitthvert forskot strax í sínum fyrstu skrefum. Þetta eru niðurstöður Lísbetar Hannesdóttur, en hún varði í vikunni lokaverkefni í meistaranámi í forystu og stjórnun, Íslenskir kvenstjórnendur – vegferð og viðhorf, við Háskólann á Bifröst. Lísbet segir að kveikjan að ritgerðinni hafi verið eigin reynsla að grunnnámi loknu. „Ég fann svolítið fyrir þessu að karlar komust áfram og konurnar sátu svolítið eftir. Þannig að ég fór að leiða hugann að því hvað konurnar sem höfðu náð hvað lengst höfðu gert, hvort einhver leið væri betri en önnur, eða einhver forskrift væri að árangri,“ segir Lísbet og bætir við að einnig hafi verið hvatning hve lítið af upplýsingum lægju fyrir um kvenstjórnendur.Lísbet HannesdóttirRitgerðin byggir á könnun sem 101 kona af lista Frjálsrar verslunar yfir 100 áhrifamestu konur landsins og lista FKA yfir konur í stjórnum tók þátt í, auk viðtala við fimm konur úr hverja úr sínum geiranum. Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra er aðeins 20 prósent að meðaltali á Íslandi. Lísbet segir óbilandi jákvæðni einkenna konurnar sem hún ræddi við. Kvenstjórnendur eru fleiri í minni fyrirtækjum. Lísbet telur það geta spilað inn í að stærstu fyrirtæki landsins starfi í karllægum heimi. „Þar eru menntunarkröfur raunvísindagreinar, til dæmis verkfræði, og þar eru konur færri.“ Konurnar í rannsóknini áttu margt sameiginlegt, meðal annars átti stór hluti þeirra foreldri eða fjölskyldumeðlim sem er stjórnandi. „Þær hafa þá bæði sterkari fyrirmyndir og hugsanlega tengsl inn í atvinnulífið,“ segir Lísbet. Kvenstjórnendur voru hins vegar líklegri til að hafa litið upp til feðra sinna í æsku en móður. Allar konurnar tóku stefnumiðaðar ákvarðanir varðandi nám og barneignir. „Þeim fannst tími barneigna skipta meira máli. Margar töluðu um að barneignir væru betri fyrr en síðar. Það sem stakk mig pínu var að margar sögðu að það væri gott að geta sagst vera hættar barneignum í atvinnuviðtölum,“ segir Lísbet. „Það sem mér fannst mikilvægast í þessu er sú niðurstaða að konur vilja vera jafnar körlum. Ég held að nú sé mjög krítískur tími til að jafna stöðu kynjanna. Ef konur eru alltaf skrefi á eftir, þá er ekki hagkvæmt fyrir fyrirtæki að fá kvenmann inn. Þarna verða fyrirtæki að sjá hag sinn í því að koma konum áfram, leita í háskólana og huga að kynjaskiptingu þegar þau gera það. Ef verið er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt sem karla, þá tel ég að þetta muni breyast. Því reynslan skiptir svo gríðarlegu máli þegar sótt er um æðstu stjórnunarstöður.“ Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Konur í æðstu stjórnunarstöðum landsins eru vel upplýstar um stöðu kynjanna, styðja að mestu leyti kynjakvóta í stjórnum og taka stefnumiðaðar ákvarðanir á vegferð sinni til árangurs. Margar telja sig hafa lagt meira á sig en karlmenn í sömu stöðu. Karlmenn komast fyrr út á atvinnumarkaðinn og fá eitthvert forskot strax í sínum fyrstu skrefum. Þetta eru niðurstöður Lísbetar Hannesdóttur, en hún varði í vikunni lokaverkefni í meistaranámi í forystu og stjórnun, Íslenskir kvenstjórnendur – vegferð og viðhorf, við Háskólann á Bifröst. Lísbet segir að kveikjan að ritgerðinni hafi verið eigin reynsla að grunnnámi loknu. „Ég fann svolítið fyrir þessu að karlar komust áfram og konurnar sátu svolítið eftir. Þannig að ég fór að leiða hugann að því hvað konurnar sem höfðu náð hvað lengst höfðu gert, hvort einhver leið væri betri en önnur, eða einhver forskrift væri að árangri,“ segir Lísbet og bætir við að einnig hafi verið hvatning hve lítið af upplýsingum lægju fyrir um kvenstjórnendur.Lísbet HannesdóttirRitgerðin byggir á könnun sem 101 kona af lista Frjálsrar verslunar yfir 100 áhrifamestu konur landsins og lista FKA yfir konur í stjórnum tók þátt í, auk viðtala við fimm konur úr hverja úr sínum geiranum. Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra er aðeins 20 prósent að meðaltali á Íslandi. Lísbet segir óbilandi jákvæðni einkenna konurnar sem hún ræddi við. Kvenstjórnendur eru fleiri í minni fyrirtækjum. Lísbet telur það geta spilað inn í að stærstu fyrirtæki landsins starfi í karllægum heimi. „Þar eru menntunarkröfur raunvísindagreinar, til dæmis verkfræði, og þar eru konur færri.“ Konurnar í rannsóknini áttu margt sameiginlegt, meðal annars átti stór hluti þeirra foreldri eða fjölskyldumeðlim sem er stjórnandi. „Þær hafa þá bæði sterkari fyrirmyndir og hugsanlega tengsl inn í atvinnulífið,“ segir Lísbet. Kvenstjórnendur voru hins vegar líklegri til að hafa litið upp til feðra sinna í æsku en móður. Allar konurnar tóku stefnumiðaðar ákvarðanir varðandi nám og barneignir. „Þeim fannst tími barneigna skipta meira máli. Margar töluðu um að barneignir væru betri fyrr en síðar. Það sem stakk mig pínu var að margar sögðu að það væri gott að geta sagst vera hættar barneignum í atvinnuviðtölum,“ segir Lísbet. „Það sem mér fannst mikilvægast í þessu er sú niðurstaða að konur vilja vera jafnar körlum. Ég held að nú sé mjög krítískur tími til að jafna stöðu kynjanna. Ef konur eru alltaf skrefi á eftir, þá er ekki hagkvæmt fyrir fyrirtæki að fá kvenmann inn. Þarna verða fyrirtæki að sjá hag sinn í því að koma konum áfram, leita í háskólana og huga að kynjaskiptingu þegar þau gera það. Ef verið er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt sem karla, þá tel ég að þetta muni breyast. Því reynslan skiptir svo gríðarlegu máli þegar sótt er um æðstu stjórnunarstöður.“
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent