Sem fyrr virðast vinsældir UFC fara í taugarnar á hnefaleikakappanum fyrrverandi Floyd Mayweather. Boxið er á sama tíma í frjálsu falli.
Margir muna eflaust eftir því er Mayweather sýndi Rondu Rousey mikinn hroka og nú er Mayweather að spila sama leik við Conor McGregor.
„Ég veit í raun ekki hver þessi McGregor er. Ég hef aldrei séð hann berjast. Ég heyrði nafn hans frá ungum dreng sem er að vinna hjá okkur," sagði Mayweather en vinsældir Conors virðast fara í taugarnar á Mayweather.
„Mér er tjáð að hann rífi mikinn kjaft og fái lof fyrir það. Þegar ég gerði það þá var sagt að ég væri montinn og hrokafullur. Það er ótrúlegt. Ég er enginn rasisti en kynþáttahatur fyrirfinnst enn þá.“
Svo ákvað Mayweather að bera saman boxkonuna Laila Ali og UFC-konuna Rondu Rousey.
„Þegar Ronda sló í gegn þá fékk hún fullt af styrktaraðilum, lék í kvikmyndum og ég veit ekki hvað. Laila Ali gerði það sama en bara betur. Samt var enginn að tala um að hún væri hættulegasta konan á plánetunni.“
Mayweather öfundsjúkur út í vinsældir McGregor
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn


„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn

Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn


Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti