Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Fleetwood Town eru úr leik í Football League bikarnum eftir tap á móti Barnsley í seinni undanúrslitaleik liðanna í kvöld.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í kvöld á heimavelli Fleetwood Town alveg eins og í fyrri leiknum á heimavelli Barnsley.
Það var því vítakeppni sem réði því hvort liðið kæmist í úrslitaleikinn á móti Oxford United.
Fleetwood Town skoraði úr tveimur fyrstu vítum sínum og var í góðum málum eftir að Barnsley klikkaði á þriðju spyrnu sinni.
Tvær síðustu vítaspyrnur Fleetwood Town fóru hinsvegar forgörðum og Barnsley tryggði sér sigur með því að skora úr síðustu tveimur vítaspyrnum sínum.
Leikmenn þurftu ekki að taka síðustu spyrnu sína því Barnsley var búið að tryggja sér sigur og sæti í úrslitaleiknum á Wembley leikvanginum sem fer fram 3. apríl næstkomandi.
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Fleetwood Town en hann tók ekki víti í vítakeppninni.
Það voru varnarmennirnir Conor McLaughlin og Amari'i Bell sem klikkuðu í vítakeppninni.
Eggert missti af úrslitaleik á Wembley eftir tap í vítakeppni

Tengdar fréttir

Eggert vonast til að komast aftur í landsliðið
Eggert Gunnþór Jónsson vonast til að góð frammistaða með Fleetwood Town muni hjálpa honum að endurheimta sæti sitt í íslenska landsliðinu.

Allt á floti hjá Eggert og Grétari Rafni
Fleetwood þarf að fresta leik sínum gegn Walsall í C-deildinni öðru sinni.

Grétar Rafn fær Eggert til Fleetwood
Eggert Gunnþór Jónsson er á leið til Fleetwood Town sem leikur í C-deildinni á Englandi.