Hjörtur: Ég hef aldrei tapað fyrir Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 13:30 Hjörtur Hermannsson segir að þolinmæðin sé einn af lykilþáttunum í góðu gengi U-21 árs landsliðsins sem er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017 í Póllandi.Ísland vann N-Írland með einu marki gegn engu í Belfast á föstudaginn. Leikurinn var frekar tíðindalítill en íslensku strákarnir héldu alltaf áfram og uppskáru sigurmark á 87. mínútu. „Við vitum að fótboltaleikir eru í 90 mínútur. Við lögðum upp með að vera þolinmóðir og vissum að þetta myndi detta fyrir okkar á endanum eins og það hefur gert í undankeppninni,“ sagði Hjörtur í samtali við KSÍ. „Við fáum alltaf einhver færi og höfum oftar en ekki nýtt þau, eins og í Úkraínu og á N-Írlandi. Það var ekki mikið í gangi í þeim leik en þetta var verðskuldaður sigur myndi ég segja,“ bætti Hjörtur við. Íslensku strákarnir eru nú staddir í Caen þar sem þeir mæta Frökkum á morgun. Ísland er í góðri stöðu, með 15 stig á toppi riðilsins og á leik til góða á bæði Makedóníu og Frakkland sem eru í 2. og 3. sæti. „Frakkarnir eru með hörkugott lið eins og alltaf. En við höfum náð í frábær úrslit gegn þeim í gegnum tíðina. Ég hef aldrei tapað fyrir Frökkum og ég held að enginn í hópnum hafi gert það,“ sagði Hjörtur og bætti því að íslenska liðið myndi sætta sig við eitt stig í leiknum á morgun. Frakkar verða hins vegar að vinna leikinn til að halda lífi í vonum sínum að komast áfram. Hjörtur á von á því að það verði nóg að gera hjá honum og félögum hans í íslensku vörninni á morgun. „Þeir verða að vinna leikinn, það er bara þannig, sérstaklega eftir tapið gegn Úkraínu. Þeir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan við erum í bílstjórasætinu, eigum leik til góða og erum til alls líklegir. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Hjörtur sem hefur leikið sex af sjö leikjum Íslands í undankeppninni.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Hjörtur Hermannsson segir að þolinmæðin sé einn af lykilþáttunum í góðu gengi U-21 árs landsliðsins sem er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017 í Póllandi.Ísland vann N-Írland með einu marki gegn engu í Belfast á föstudaginn. Leikurinn var frekar tíðindalítill en íslensku strákarnir héldu alltaf áfram og uppskáru sigurmark á 87. mínútu. „Við vitum að fótboltaleikir eru í 90 mínútur. Við lögðum upp með að vera þolinmóðir og vissum að þetta myndi detta fyrir okkar á endanum eins og það hefur gert í undankeppninni,“ sagði Hjörtur í samtali við KSÍ. „Við fáum alltaf einhver færi og höfum oftar en ekki nýtt þau, eins og í Úkraínu og á N-Írlandi. Það var ekki mikið í gangi í þeim leik en þetta var verðskuldaður sigur myndi ég segja,“ bætti Hjörtur við. Íslensku strákarnir eru nú staddir í Caen þar sem þeir mæta Frökkum á morgun. Ísland er í góðri stöðu, með 15 stig á toppi riðilsins og á leik til góða á bæði Makedóníu og Frakkland sem eru í 2. og 3. sæti. „Frakkarnir eru með hörkugott lið eins og alltaf. En við höfum náð í frábær úrslit gegn þeim í gegnum tíðina. Ég hef aldrei tapað fyrir Frökkum og ég held að enginn í hópnum hafi gert það,“ sagði Hjörtur og bætti því að íslenska liðið myndi sætta sig við eitt stig í leiknum á morgun. Frakkar verða hins vegar að vinna leikinn til að halda lífi í vonum sínum að komast áfram. Hjörtur á von á því að það verði nóg að gera hjá honum og félögum hans í íslensku vörninni á morgun. „Þeir verða að vinna leikinn, það er bara þannig, sérstaklega eftir tapið gegn Úkraínu. Þeir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan við erum í bílstjórasætinu, eigum leik til góða og erum til alls líklegir. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Hjörtur sem hefur leikið sex af sjö leikjum Íslands í undankeppninni.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira