„Við erum enn bara með holuna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 15:53 Katrín Jakobsdóttir Vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum. Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum.
Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30
Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35
Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði