Innlent

Skotárásin í Breiðholti: Tveir í gæsluvarðhaldi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi.
Lögreglumenn á vettvangi. vísir/eyþór
Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á átökunum í Breiðholti síðastliðið föstudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Annar mannanna, sem handtekinn var í morgun, verður í gæsluvarðhaldi út vikuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn var úrskurðaður í varðhald um helgina en hann var handtekinn aðfararnótt laugardags.

Sérsveit lögreglunnar og almennir lögreglumenn vopnuðust á föstudag þegar hópur manna, á bilinu þrjátíu til fimmtíu manns, safnaðist saman fyrir utan söluturninn í Iðufelli. Til átaka kom en hópurinn tvístraðist þegar skotum var hleypt úr haglabyssu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×