Fyrsti sigur Jaguars kom í London Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2016 17:00 Útherjinn Allen Robinson skorar snertimark sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira