Gríðarleg rigning gerði keppendum lífið leitt og á endanum var eina ráðið að gera hlé á dagskránni á meðan mesta óveðrið gekk yfir.
Einn riðillinn í 100 metra grindarhlaupi karla þurfti reyndar að hlaupa í gegnum úrhellið og en eftir það hlaup var ekkert annað í stöðunni en að koma íþróttafólkinu í skjól.
Ljósmyndarar Getty-myndabankans voru á Ólympíuleikvanginum í Ríó í kvöld og náðu þessum myndum hér fyrir neðan. Þar má sjá hversu rosalega rigningin var.







