Fær bætur frá ríkinu: Hleranir í umfangsmikilli fíkniefnarannsókn komu að engu gagni Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2016 23:06 Héraðsdómur sagði manninn ekki hafa gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans. Vísir/Getty Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira