Bandaríska fyrirtækið Procter & Gamble er eitt af styrktaraðilum Ólympíuleikanna og þeir settu saman dramatíska auglýsingu til að vekja athygli á sér sem bakhjarli leikanna.
Auglýsingin er mjög vel gerð og sannkölluð vasaklúta- og gæsahúðarauglýsing ekki síst fyrir þær mömmur sem eiga börn í íþróttum og hafa lagt mikið á sig til að hjálp þeim að ná markmiðum sínum.
Auglýsingin heitir „Thank You, Mom - Strong" og er örugglega ein af mörgum flottum auglýsingum sem munu birtast á næstum hundrað dögum.
Það er hægt að sjá þessa auglýsingu hér fyrir neðan og það má örugglega finna svona flottar mömmum á bak við okkar íþróttafólk sem er á leiðinni til Ríó í haust.