Umfjöllun: Tveggja marka tap í Caen 6. september 2016 18:30 Elías Már Ómarsson í leiknum í Frakklandi. mynd/ksí Íslaenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 2-0 gegn Frakklandi í undankeppni EM U21-liða, en leikið var í Caen í dag. Corentin Tolisso skoraði bæði mörk Frakklands, en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Ísland átti í miklum erfiðleikum í leiknum og voru úrslitin sanngjörn. Frakkarnir byrjuðu betur og Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands, varði vel frá stórstjörnunni frá PSG, Adrien Rabiot, á sjöttu mínútu. Rúnar Alex kom engum vörnum við fimm mínútum síðar þegar Corentin Tolisso batt endahnút á hraða skyndisókn Frakka sem kom eftir innkast Íslands á vallarhelmingi Frakklands. Slysalegt. Eftir markið þjörmuðu Frakkarnir að íslenska liðinu, en náðu ekki að koma inn marki og staðan var því 1-0, Frökkum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Frakkarnir áfram að þjarma að marki Íslands og á 62. mínútu skoraði Tolisso annað mark sitt og annað mark Frakka með skalla eftir undirbúning Rabiot. Skömmu síðar fékk Ísland sitt langbesta færi í leiknum þegar Aron Elís Þrándarson fékk gott skotfæri af vítateignum, en skotið fór naumlega framhjá. Eftir það fjaraði leikurinn dálítið út, en Ísland fékk fínt færi þegar varamennirnir Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson áttu laglegt samspil áður en Albert lagði boltann í hliðarnetið úr þröngu færi. Heimamenn hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum, en Rúnar Alex átti góðan leik í íslenska markinu og varði meðal annars tvisvar mjög vel. Lokatölur 2-0. Ísland er því í þriðja sæti riðilsins eftir átta leiki með 15 stig. Frakkarnir eru í öðru sætinu með 17 stig eftir níu leiki, en Makedónía er á toppnum með 18 stig eftir níu leiki. Lokaleikir Íslands í riðlinum eru í október, en fimmta október þá mæta þeir Skotlandi og áttunda október mæta þeir Úkraínu. Báðir leikirnir verða leiknir á Íslandi, en með sigri í þeim báðum tryggir Ísland sér sæti á Evrópumótinu í Póllandi næsta sumar. Fótbolti Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Íslaenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 2-0 gegn Frakklandi í undankeppni EM U21-liða, en leikið var í Caen í dag. Corentin Tolisso skoraði bæði mörk Frakklands, en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Ísland átti í miklum erfiðleikum í leiknum og voru úrslitin sanngjörn. Frakkarnir byrjuðu betur og Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands, varði vel frá stórstjörnunni frá PSG, Adrien Rabiot, á sjöttu mínútu. Rúnar Alex kom engum vörnum við fimm mínútum síðar þegar Corentin Tolisso batt endahnút á hraða skyndisókn Frakka sem kom eftir innkast Íslands á vallarhelmingi Frakklands. Slysalegt. Eftir markið þjörmuðu Frakkarnir að íslenska liðinu, en náðu ekki að koma inn marki og staðan var því 1-0, Frökkum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Frakkarnir áfram að þjarma að marki Íslands og á 62. mínútu skoraði Tolisso annað mark sitt og annað mark Frakka með skalla eftir undirbúning Rabiot. Skömmu síðar fékk Ísland sitt langbesta færi í leiknum þegar Aron Elís Þrándarson fékk gott skotfæri af vítateignum, en skotið fór naumlega framhjá. Eftir það fjaraði leikurinn dálítið út, en Ísland fékk fínt færi þegar varamennirnir Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson áttu laglegt samspil áður en Albert lagði boltann í hliðarnetið úr þröngu færi. Heimamenn hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum, en Rúnar Alex átti góðan leik í íslenska markinu og varði meðal annars tvisvar mjög vel. Lokatölur 2-0. Ísland er því í þriðja sæti riðilsins eftir átta leiki með 15 stig. Frakkarnir eru í öðru sætinu með 17 stig eftir níu leiki, en Makedónía er á toppnum með 18 stig eftir níu leiki. Lokaleikir Íslands í riðlinum eru í október, en fimmta október þá mæta þeir Skotlandi og áttunda október mæta þeir Úkraínu. Báðir leikirnir verða leiknir á Íslandi, en með sigri í þeim báðum tryggir Ísland sér sæti á Evrópumótinu í Póllandi næsta sumar.
Fótbolti Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu