VG bætir við sig tæpum sex prósentum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2016 05:00 Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna tekur fylginu með ró. Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira