Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2016 20:00 Arnór Ingvi Traustaon skoraði sitt fimmta mark í tólf landsleikjum. vísir/getty Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland
Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira