Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. vísir/getty Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið
Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira