Innlent

Hross valda usla í Grindavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Heistreiðar eru bannaðar í þéttbýli nema með undantekningum.
Heistreiðar eru bannaðar í þéttbýli nema með undantekningum. Mynd/Grindavíkurbær
Grindavíkurbær hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem bæjarbúum er bent á að umferð reiðhesta er bönnuð í þéttbýli nema á merktum reiðstígum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjornar, sbr. 30. gr. 7. kafla lögreglusamþykktar. Hrossaskítur hefur fundist á göngu- og hjólreiðastíg innan bæjarmarka Grindavíkurbæjar.

Í frétt á vef Grindavíkurbæjar segir að ábendingum um ferðir hestamanna utan merktra reiðleiða skuli komið til lögreglu, enda sé það í hennar verkahring að framfylgja lögreglusamþykktinni.





Hrossaskítur á götum Grindavíkur.Mynd/Gryndavíkurbær
Þá lék hópur hrossa lausum hala á golfvelli Grindavíkur í fyrradag. Hrossin höfðu sloppið úr girðingu. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um hrossin sem reyndust vera fimmtán talsins. Haft var samband við eigandann sem ætlaði að sjá um að koma hrossunum aftur í girðinguna. Talsverðar skemmdir eru taldar hafa orðið á að minnsta kosti tveimur brautum vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×