Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokks telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geti ekki að óbreyttu setið áfram sem formaður framsóknarflokks og hvetja hann til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fjallað verður um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö. Þar verður einnig fjallað um eina umfangsmestu sprengjuæfingu sinnar tegundar sem nú er haldin hér á landi á vegum Landhelgisgæslunni með þátttöku sprengjusveita frá fjórtán löndum.

Jafnframt verður fjallað um búvörulög sem afgreidd voru á Alþingi í dag með nítján atkvæðum gegn sjö og verður meðal annars rætt við Gunnar Braga Sveinsson landbúnaðarráðherra vegna málsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×