Fótbolti

Rosenborg vann toppslaginn í norska boltanum | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmar Örn.
Hólmar Örn. Vísir/Valli
Rosenborg vann nauman 1-0 sigur á Stabæk í toppslag norska boltans í dag en Rosenborg er komið með ellefu stiga forskoti á Stabæk í baráttunni um titilinn.

Rosenborg hefur stungið önnur lið af undanfarnar vikur en liðið hefur náð í 22 stig af síðustu 24 í deildinni í átta leikjunum fyrir leik dagsins.

Matthías Vilhjálmsson og Hólmar Örn Eyjólfsson voru báðir í byrjunarliði Rosenborg í leiknum og léku allar nítíu mínútur leiksins en leiknum lauk með markalausu jafntefli í Þrándheimi.

Í Lilleström unnu lærisveinar Rúnars Kristinssonar 3-1 sigur á Álasund. Aron Elís Þrándarson, Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson byrjuðu allir á varamannabekknum í dag en Aron og Árni komu inn á í seinni hálfleik í öruggum sigri Lilleström.

Þá hafði Hjálmar Jónsson betur í Íslendingaslag gegn Arnóri Smárasyni og félögum Helsingborg í dag. Heimamenn í Helsingborg komust yfir í fyrri hálfleik en Göteborg náði að snúa taflinu við með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Þá var Guðmundur Kristjánsson í byrjunarliði Start og lék allar nítíu mínútur leiksins í 1-3 gegn Sarpsborg á útivelli.

Úrslit í norska boltanum:

Lilleström 3-1 Álasund

Tromsö 0-0 Mjondalen

Rosenborg 1-0 Stabæk

Sarpsborg 3-1 Start

Odd 2-1 Bodo/Glimt

Norska 1. deildin

Sandnes 1-3 Asane (Ingvar Jónsson var í byrjunarliði Sandnes en Ólafur Karl kom ekki við sögu)

Sænska deildin:

Hammarby 1-2 Örebro

Helsingborg 1-2 Göteborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×