Sport

Eaton bætti heimsmetið: Enginn unnið fleiri gull en Bolt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lið karlanna var skipað þeim Nesta Carter, Asafa Powell, Nickel Ashmeade og Usain Bolt.
Lið karlanna var skipað þeim Nesta Carter, Asafa Powell, Nickel Ashmeade og Usain Bolt. vísir/getty
Það var nóg um að vera á heimsmeistaramótinu í Peking í dag en Jamaíka vann bæði í karla og kvenna flokki í 4x100 metra hlaupinu. Usain Bolt tryggði sér því sitt ellefta gull á heimsmeistaramóti sem en enginn annar í sögunni hefur náð þeim árangri.

Í kvennaliðinu hlupu þær Veronica Campbell-Brown, Natasha Morrison, Elaine Thompson og Shelly-Ann Fraser-Pryce og komu í mark á 41,07 sekúndum. Bandaríkjamenn urði í öðru sæti og lið Trínidad og Tóbagó í því þriðja.

Lið karlanna var skipað þeim Nesta Carter, Asafa Powell, Nickel Ashmeade og Usain Bolt og komu þeir í mark á 37,36 sekúndum. Bandaríkjamenn voru langfyrstir á tímabili en voru dæmdir úr leik fyrir ólöglega skiptingu. Lið Kínverja hafnaði því í öðru sæti og Kanadamenn í því þriðja.

Ashton Eaton tryggði sér gullverðlaunin í tugþraut á mótinu en hann fékk 9045 stig og bætti heimsmetið um sex stig.

Damian Warner hafnaði í öðru sæti með  8695 stig og í þriðja sæti endaði Þjóðverjinn Rico Freimuth með 8561 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×