Fótbolti

Viðar Örn og Sölvi skoruðu í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar fagnar marki í leik með Vålerenga þar sem hann var áður.
Viðar fagnar marki í leik með Vålerenga þar sem hann var áður. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen voru báðir á skotskónum fyrir Jinagsu Goxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni, en Jiangsu vann Liaoning Hongyun 3-2.

Viðar Örn kom Jiangsu yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Hang Ren tvöfaldaði forystuna þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Derick Chuka Ogbu minnkaði muninn fyrir Liaoning úr vítaspyru á 73. mínútu, en tveimur mínútum kom Sölvi Geir Jiangsu í 3-1.

Veislunni var þó ekki lokið því Chuka Ogbu skoraði aftur úr víti á 80. mínútu, en lokatölur urðu 3-2 sigur Jiangsu.

Sölvi Geir spilaði allan leikinn, en Viðar Örn var tekinn af velli þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Jiangsu er í sjöunda sæti deildarinnar með 29 stig eftir 21 leik, en Liaoning Hongyun er í fjórtánda sætinu með nítján stig.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 60. mínútu þegar Shijiazhuang Ever Bright vann 1-0 sigur á Guangzhou R&F F.C. í sömu deild.

Markið skoraði LiChao á 85. mínútu, en eftir sigurinn er Shijiazhuang  Ever Bright í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×