Innlent

Kom aftur og fann ókunnugt par í húsi sínu í Garðabæ

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir að húsráðandi hafi þá hringt á lögregluna en náði að stugga fólkinu út áður en lögregla kom á vettvang.
Í dagbók lögreglu segir að húsráðandi hafi þá hringt á lögregluna en náði að stugga fólkinu út áður en lögregla kom á vettvang. Vísir/Anton
Húsráðandi í Garðabæ kom að ókunnugu pari þegar hann kom aftur til síns heima á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann hafði þá brugðið sér frá í nokkrar mínútur, en talið er að parið hafi komið inn um ólæstar bakdyr.

Í dagbók lögreglu segir að húsráðandi hafi þá hringt á lögregluna en náði að stugga fólkinu út áður en lögregla kom á vettvang.

Rúmri klukkustund síðar var brotist inn í annað hús í Garðabæ og þaðan meðal annars stolið tölvu, en þjófurinn var á bak og burt þegar heimilisfólk varð þessa vart. Engar óyggjandi vísbendingar eru um að þar hafi sama fólkið verið á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×