Innlent

Reiðhjólamaður rann í hálku í Hafnarfirði

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var ekki með hjálm. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn var ekki með hjálm. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Tilkynnt var um hálkuslys reiðhjólamanns í Hafnarfirði í morgun. Maðurinn var í beygju þegar hjólið rann undan honum og skall hann í jörðina.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi fundið fyrir verk í höfði og hálsi. „Því fylgdi sögunni að viðkomandi hefði ekki verið með hjálm.

Það má vel spyrja sig hvort að áverkar hefði orðið minni ef hjálm hefði notið við en það skal þó ekki sagt í þessu máli. Því vill lögregla minna fólk á almennt að hjálmar koma að gagni og eru ekki dýrir,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×