Risafréttir á Disney-ráðstefnu Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 07:56 JJ Abrams og Harrison Ford létu sig ekki vanta á Disney-ráðstefnuna. Vísir/Getty Það voru ansi stór tíðindi tilkynnt á ráðstefnu Disney-fyrirtækisins í Kaliforníu í Bandaríkjunum um liðna helgi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár en þar tilkynnir Disney um væntalegar kvikmyndir, breytingar á skemmtigörðum ásamt öðru. Í ár báru hæst fréttir af ofurhetjumyndum, söngleikjamynd og upplýsingar um Stjörnustríðsmyndirnar. Fyrirtækið tilkynnti til að mynda á ráðstefnunni að nánast allar Marvel-ofurhetjurnar munu birtast í kvikmyndinni Captain America: Civil War sem verður frumsýnd í maí árið 2016. Chris Evans, sem fer með hlutverk Captain America, flaug sérstaklega frá Þýskalandi, þar sem myndin er í tökum, til að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni á ráðstefnunni. Aðdáendur Marvel-myndanna trylltust af gleði en í stiklunni mátti í fyrsta sinn sjá hetjuna Black Panther og nýja búnað The Falcon. Myndin segir frá því hvernig ofurhetjurnar tvístrast í tvær fylkingar eftir að bandarísk yfirvöld ákveða að allar ofurhetjur þurfi að skrá sig á lista hjá ríkinu og sinna friðargæslu fyrir Bandaríkin. Captain America er á móti þessari skráningu en Tony Stark, Iron Man, er hliðhollur þessum aðgerðum. Leiða þeir tveir þessar andstæðu fylkingar og verða óvinir og má sjá í þessari stiklu hvernig þeir tveir takast á. Margir velta fyrir sér hverjir munu tilheyra hvaða fylkingu en Ant-Man er sagður fylgja Captain America ásamt The Winter Soldier og þá mátti einnig sjá Black Widow og Hawkey takast á í þessari stiklu án þess að gefið sé upp hvorri fylkingunni þau tilheyra. Á ráðstefnunni var einnig tilkynnt að Emma Watson mun fara með hlutverk Fríðu í leikinni kvikmynd um Disney-ævintýrið Fríða og dýrið. Myndin er í tökum í London en leikstjóri hennar er Bill Condon. Dan Stevens, sem aðdáendur Downton Abbey kannast við, mun leik dýrið en Ewan McGregor mun leika kertastjakann, Ian McKellan leikur klukkuna Cogsworth og mun Emma Thompson leika Mrs. Potts. Stjörnustríðsfréttirnar voru þær að fyrsta útgáfan af sjöunda kafla sögunnar, The Force Awakens, er tilbúin nú þegar 124 dagar eru í frumsýningu myndarinnar. Harrison Ford mætti á ráðstefnuna ásamt leikurum myndarinnar, John Boyega, Daisy Ridley, Oscar Isaac og Lupita Nyong´o. Aðdáendurnir fengu þær fréttir að yfirmenn Disney hefðu fengið að sjá fyrstu útgáfuna en leikstjóri myndarinnar sagði hana innihalda heilan helling af vélmennum og tónlist frá John Williams sem hljómaði eins og tónlist samin af guðum. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Það voru ansi stór tíðindi tilkynnt á ráðstefnu Disney-fyrirtækisins í Kaliforníu í Bandaríkjunum um liðna helgi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár en þar tilkynnir Disney um væntalegar kvikmyndir, breytingar á skemmtigörðum ásamt öðru. Í ár báru hæst fréttir af ofurhetjumyndum, söngleikjamynd og upplýsingar um Stjörnustríðsmyndirnar. Fyrirtækið tilkynnti til að mynda á ráðstefnunni að nánast allar Marvel-ofurhetjurnar munu birtast í kvikmyndinni Captain America: Civil War sem verður frumsýnd í maí árið 2016. Chris Evans, sem fer með hlutverk Captain America, flaug sérstaklega frá Þýskalandi, þar sem myndin er í tökum, til að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni á ráðstefnunni. Aðdáendur Marvel-myndanna trylltust af gleði en í stiklunni mátti í fyrsta sinn sjá hetjuna Black Panther og nýja búnað The Falcon. Myndin segir frá því hvernig ofurhetjurnar tvístrast í tvær fylkingar eftir að bandarísk yfirvöld ákveða að allar ofurhetjur þurfi að skrá sig á lista hjá ríkinu og sinna friðargæslu fyrir Bandaríkin. Captain America er á móti þessari skráningu en Tony Stark, Iron Man, er hliðhollur þessum aðgerðum. Leiða þeir tveir þessar andstæðu fylkingar og verða óvinir og má sjá í þessari stiklu hvernig þeir tveir takast á. Margir velta fyrir sér hverjir munu tilheyra hvaða fylkingu en Ant-Man er sagður fylgja Captain America ásamt The Winter Soldier og þá mátti einnig sjá Black Widow og Hawkey takast á í þessari stiklu án þess að gefið sé upp hvorri fylkingunni þau tilheyra. Á ráðstefnunni var einnig tilkynnt að Emma Watson mun fara með hlutverk Fríðu í leikinni kvikmynd um Disney-ævintýrið Fríða og dýrið. Myndin er í tökum í London en leikstjóri hennar er Bill Condon. Dan Stevens, sem aðdáendur Downton Abbey kannast við, mun leik dýrið en Ewan McGregor mun leika kertastjakann, Ian McKellan leikur klukkuna Cogsworth og mun Emma Thompson leika Mrs. Potts. Stjörnustríðsfréttirnar voru þær að fyrsta útgáfan af sjöunda kafla sögunnar, The Force Awakens, er tilbúin nú þegar 124 dagar eru í frumsýningu myndarinnar. Harrison Ford mætti á ráðstefnuna ásamt leikurum myndarinnar, John Boyega, Daisy Ridley, Oscar Isaac og Lupita Nyong´o. Aðdáendurnir fengu þær fréttir að yfirmenn Disney hefðu fengið að sjá fyrstu útgáfuna en leikstjóri myndarinnar sagði hana innihalda heilan helling af vélmennum og tónlist frá John Williams sem hljómaði eins og tónlist samin af guðum.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira