Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 19:58 Á myndinni sést parið sem Ægir sá öldurnar hrifsa til sín. Vísir Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54