Gunnar : Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:15 Gunnar á leið í búrið í júlí. vísir/getty „Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga." MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Sjá meira
„Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga."
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Sjá meira
Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00