Innlent

Albert nýr formaður Heimdallar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Albert og Alda María.
Albert og Alda María.
Albert Guðmundsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttur unnu sigur í formannskosningum Heimdallar, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í kvöld. Albert verður því formaður og Alda María varaformaður.

Afar mjótt var á munum í kosningunum, en einungis sex atkvæði skildu þau Albert og Ragnhildi keppinauta þeirra, Hörð Guðmundsson og Bryndísi Bjarnadóttur að.

Albert er tuttugu og fjögurra ára nemi við Háskóla Íslands og Alda María tuttugu og fimm ára nemi við sálfræðideild háskólans. Albert og Alda segjast stefna á að opna og efla starf félagsins, því mikilvægt sé að ungt fólk eigi greiðan aðgang að ungliðastarfi stjórnmálaflokka. Þá segja þau nauðsynlegt að Heimdallur leggi áherslu á að taka afstöðu til þeirra málefna sem brenni á ungu fólki í dag.

Alls greiddu 622 atkvæði í kosningunum. Albert hlaut 312 en Hörður 306. Auð eða ógild atkvæði voru fjögur talsins.

Hér má sjá myndir af frambjóðendum til stjórnarsetu í Heimdalli. Frambjóðendur til formanns- og varaformannsembættis eru...

Posted by Framboð Alberts og Öldu Maríu til formennsku í Heimdalli on 21. september 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×