Enski boltinn

Fazio að ganga til liðs við West Brom

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Federico Fazio, leikmaður Tottenham.
Federico Fazio, leikmaður Tottenham. Vísir/Getty
Argentínski miðvörðurinn Federico Fazio er við það að ganga til liðs við West Bromwich Albion frá Tottenham eftir aðeins eitt ár í herbúðum Tottenham. Missti hann sæti sitt í liðinu til Toby Alderweireld í sumar.

Tony Pulis staðfesti á blaðamannafundi sínum í dag að hann væri að gangast undir læknisskoðun hjá WBA.

Fazio lék 32 leiki fyrir Tottenham í öllum keppnum á síðasta tímabili eftir að hafa gengið til liðs við Lundúnarfélagið fyrir átta milljónir punda. Hefur hann ekkert komið við sögu á þessu tímabili í fyrstu tveimur leikjum Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×