Keppendur í Ungfrú Ísland selja af sér spjarirnar í góðgerðaskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 14:10 Frá vinstri: Bryndís Rósa, Diljá Helgadóttir og Andrea Sigurðardóttir. Á mynd vantar Elísu Gróu Steinþórsdóttur. Mynd/Diljá „Við völdum þetta málefni af því að ein stelpa í hópnum á bróður sem fæddist sem fyrirburi. Þetta er rosalega viðkvæmt og okkur finnst að það sé ekki nógu mikið fjallað um þetta og það góða starf sem Barnaspítali Hringsins er að vinna,“ segir Diljá Helgadóttir, þátttakandi í Ungfrú Ísland. Hún og þrír aðrir keppendur standa fyrir fatamarkaði í Hlíðarsmára 19 í dag til styrktar Vökudeild Barnaspítala Hringsins. „Við vonumst eftir því að safna sem mestum pening. Og við ætlum einnig að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.“ Viðburðinn má nálgast hér. Hluti af þátttöku í Ungfrú Ísland í ár eru góðgerðarstörf af ýmsu tagi en Diljá segir keppendur hafa fengið fullt frelsi varðandi framkvæmd þess og val á viðfangsefni til að styrkja. Í viðburðinum fyrir fatamarkaðinn á Facebook segir: „Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar. Einnig ungbörn upp að þriggja mánaða aldri, sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Um 40% innlagðra barna eru fyrirburar, þ.e. börn sem fædd eru fyrir 37 vikna meðgöngu. Vökudeild Barnaspítalans hefur unnið mikilvægt og framúrskarandi starf sem mætti fjalla meira um í fjölmiðlum.“Gaman að geta selt fötin fyrir gott málefni „Við verðum með föt af okkur, skart, skó og allskonar aukahluti. Við erum algjörar stelpur þannig að við eigum alveg fullt af fötum. Það verður bara gaman að geta selt fötin okkar til styrktar góðu málefni.“ Auk þessa verður happdrætti; fá allir sem versla happdrættismiða og dregið verður síðar um kvöldið. Með Diljá í hópi eru þær Bryndís Rósa Sigurpálsdóttir, Andrea Sigurðardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Diljá segir vinkonurnar allar ólíkar; í ólíkum stærðum og með ólíkan stíl. „Þannig að ég vona bara að það verði eitthvað fyrir alla.“ Verði verður haldið í lágmarki en Diljá nefnir verðbilið 500 til 2000 krónur. „Við viljum alls ekki hafa þetta of hátt. Og í staðinn fyrir að hafa prútt og svoleiðis ætlum við frekar að hafa föst verð. Þetta er að sjálfsögðu allt fyrir gott málefni.“ Stelpurnar hafa unnið hörðum höndum að því að gera allt klárt en fatamarkaðurinn opnar klukkan sjö í kvöld og verður í Sjálfstæðissalnum Hlíðarsmára 19 í Kópavogi. Tengdar fréttir Ungfrú Ísland: Efnileg Framsóknarstúlka með Snapchatið í dag Diljá setur á sig andlitsmaska fyrir svefninn og sefur með próteindunka á náttborðinu. 13. júlí 2015 12:03 Ungfrú Ísland: Stúlkurnar eru spenntar að taka þátt Ungfrú Ísland verður haldin í hörpu 5. september. Undirbúningi hefur verið breytt til að búa stúlkurnar betur undir stærri keppnir erlendis. Meðal áhersluatriða í undirbúningi eru efling sjálfsmyndar og kennsla í framkomi í fjölmiðluum. 9. júlí 2015 09:00 13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38 Fylgstu með ævintýrum fegurðardrottninganna Undirbúningur fyrir keppnina Ungfrú Ísland er nú í fullum gangi og stelpurnar veita áhugasömum innsýn í daglegt líf sitt. 11. júlí 2015 21:29 Fylgstu með hér: Keppendur í Ungfrú Ísland taka við spurningum á Snapchat Hver og einn keppandi fær einn dag til að kynna sig og sitt líf. 10. júlí 2015 21:24 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Við völdum þetta málefni af því að ein stelpa í hópnum á bróður sem fæddist sem fyrirburi. Þetta er rosalega viðkvæmt og okkur finnst að það sé ekki nógu mikið fjallað um þetta og það góða starf sem Barnaspítali Hringsins er að vinna,“ segir Diljá Helgadóttir, þátttakandi í Ungfrú Ísland. Hún og þrír aðrir keppendur standa fyrir fatamarkaði í Hlíðarsmára 19 í dag til styrktar Vökudeild Barnaspítala Hringsins. „Við vonumst eftir því að safna sem mestum pening. Og við ætlum einnig að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.“ Viðburðinn má nálgast hér. Hluti af þátttöku í Ungfrú Ísland í ár eru góðgerðarstörf af ýmsu tagi en Diljá segir keppendur hafa fengið fullt frelsi varðandi framkvæmd þess og val á viðfangsefni til að styrkja. Í viðburðinum fyrir fatamarkaðinn á Facebook segir: „Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar. Einnig ungbörn upp að þriggja mánaða aldri, sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Um 40% innlagðra barna eru fyrirburar, þ.e. börn sem fædd eru fyrir 37 vikna meðgöngu. Vökudeild Barnaspítalans hefur unnið mikilvægt og framúrskarandi starf sem mætti fjalla meira um í fjölmiðlum.“Gaman að geta selt fötin fyrir gott málefni „Við verðum með föt af okkur, skart, skó og allskonar aukahluti. Við erum algjörar stelpur þannig að við eigum alveg fullt af fötum. Það verður bara gaman að geta selt fötin okkar til styrktar góðu málefni.“ Auk þessa verður happdrætti; fá allir sem versla happdrættismiða og dregið verður síðar um kvöldið. Með Diljá í hópi eru þær Bryndís Rósa Sigurpálsdóttir, Andrea Sigurðardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Diljá segir vinkonurnar allar ólíkar; í ólíkum stærðum og með ólíkan stíl. „Þannig að ég vona bara að það verði eitthvað fyrir alla.“ Verði verður haldið í lágmarki en Diljá nefnir verðbilið 500 til 2000 krónur. „Við viljum alls ekki hafa þetta of hátt. Og í staðinn fyrir að hafa prútt og svoleiðis ætlum við frekar að hafa föst verð. Þetta er að sjálfsögðu allt fyrir gott málefni.“ Stelpurnar hafa unnið hörðum höndum að því að gera allt klárt en fatamarkaðurinn opnar klukkan sjö í kvöld og verður í Sjálfstæðissalnum Hlíðarsmára 19 í Kópavogi.
Tengdar fréttir Ungfrú Ísland: Efnileg Framsóknarstúlka með Snapchatið í dag Diljá setur á sig andlitsmaska fyrir svefninn og sefur með próteindunka á náttborðinu. 13. júlí 2015 12:03 Ungfrú Ísland: Stúlkurnar eru spenntar að taka þátt Ungfrú Ísland verður haldin í hörpu 5. september. Undirbúningi hefur verið breytt til að búa stúlkurnar betur undir stærri keppnir erlendis. Meðal áhersluatriða í undirbúningi eru efling sjálfsmyndar og kennsla í framkomi í fjölmiðluum. 9. júlí 2015 09:00 13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38 Fylgstu með ævintýrum fegurðardrottninganna Undirbúningur fyrir keppnina Ungfrú Ísland er nú í fullum gangi og stelpurnar veita áhugasömum innsýn í daglegt líf sitt. 11. júlí 2015 21:29 Fylgstu með hér: Keppendur í Ungfrú Ísland taka við spurningum á Snapchat Hver og einn keppandi fær einn dag til að kynna sig og sitt líf. 10. júlí 2015 21:24 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Ungfrú Ísland: Efnileg Framsóknarstúlka með Snapchatið í dag Diljá setur á sig andlitsmaska fyrir svefninn og sefur með próteindunka á náttborðinu. 13. júlí 2015 12:03
Ungfrú Ísland: Stúlkurnar eru spenntar að taka þátt Ungfrú Ísland verður haldin í hörpu 5. september. Undirbúningi hefur verið breytt til að búa stúlkurnar betur undir stærri keppnir erlendis. Meðal áhersluatriða í undirbúningi eru efling sjálfsmyndar og kennsla í framkomi í fjölmiðluum. 9. júlí 2015 09:00
13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38
Fylgstu með ævintýrum fegurðardrottninganna Undirbúningur fyrir keppnina Ungfrú Ísland er nú í fullum gangi og stelpurnar veita áhugasömum innsýn í daglegt líf sitt. 11. júlí 2015 21:29
Fylgstu með hér: Keppendur í Ungfrú Ísland taka við spurningum á Snapchat Hver og einn keppandi fær einn dag til að kynna sig og sitt líf. 10. júlí 2015 21:24