Lífið

Ungfrú Ísland: Efnileg Framsóknarstúlka með Snapchatið í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Diljá Helgadóttir sér um Snapchatið fyrir Ungfrú Ísland í dag.
Diljá Helgadóttir sér um Snapchatið fyrir Ungfrú Ísland í dag.
Stúlkurnar í Ungfrú Ísland halda áfram að sýna sitt daglega líf á Snapchat en í dag fær Diljá Helgadóttir að spreyta sig.

Hún hóf Snapchat sýninguna rétt fyrir miðnætti í gær þar sem hún setti á sig andlitsmaska fyrir svefninn, sýndi náttborð hlaðið próteindunkum og bauð góða nótt. Diljá vaknaði svo í morgun og fór í ræktina. Diljá hefur verið virk í ungliðastarfi Framsóknar síðastliðin ár en hún hefur setið í stjórn Ungra Framsóknarmanna síðan 2013. Hún varði fyrstu vikum sumarsins í Afríku þar sem hún sinnti hjálparstarfi.

Bryndís Rósa Sigurpálsdóttir var með Snapchatið í gær og því má einnig sjá hennar færslur í dag. Færslur sem settar eru í svokallað My story lifa í 24 stundir eftir að þær eru settar inn.

Hér að neðan er hægt að fylgjast með ævintýrum Diljár í dag og Bryndísar í gær en Watchboxið uppfærist þegar stúlkurnar setja inn nýtt myndband eða nýja mynd. Klikkaðu á myndina eða myndbandið til að sjá það næsta.


Tengdar fréttir

Ungfrú Ísland: Stúlkurnar eru spenntar að taka þátt

Ungfrú Ísland verður haldin í hörpu 5. september. Undirbúningi hefur verið breytt til að búa stúlkurnar betur undir stærri keppnir erlendis. Meðal áhersluatriða í undirbúningi eru efling sjálfsmyndar og kennsla í framkomi í fjölmiðluum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×