Lífið

Fylgstu með hér: Keppendur í Ungfrú Ísland taka við spurningum á Snapchat

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Samfélagsmiðlar eru öflugt tól til að koma sér á framfæri.
Samfélagsmiðlar eru öflugt tól til að koma sér á framfæri. Vísir
Stúlkurnar í Ungfrú Ísland hafa að undanförnu fengið að kynna sig á Snapchat en hver og ein sýnir sitt daglega líf á Snapchat og fær til þess einn dag. Vinsælt hefur verið að taka við spurningum frá fylgjendum.

Lesendur Vísis geta nú fylgst með Ungfrú Ísland á Snapchat hér á vefnum. Klikkaðu á myndina eða myndbandið hér að neðan til að sjá það næsta.

Verkefnið er einn þáttur í því að kenna þátttakendum í Ungfrú Ísland að koma fram og kenna þeim á fjölmiðla. Það hófst í gær.

„Stúlkurnar eru 24 talsins sem keppa um titilinn og eru allar stórglæsilegar jafnt innan sem utan,“ sagði Fanney Ingvarsdóttir, sem hefur yfirumsjón með keppninni Ungfrú Ísland sem hefur verið endurvakin eftir tveggja ára hlé í samtali við Fréttablaðið í vikunni. Keppnin fer fram í Hörpu 5. september.

Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni fá þjálfun í ýmsum þáttum. „Við fáum við til okkar góða gesti í sumar sem aðstoða við undirbúninginn. Þar ber helst að nefna þjálfara frá Dale Carnagie sem mun halda fyrirlestur varðandi sjálfsmyndina sem ég tel mikilvægan lið í ferlinu. Einnig fáum við fjölmiðlafræðing til okkar sem mun ráðleggja stúlkunum hvernig best er að koma fram í viðtölum.“

Ungfrú Ísland á Snapchat: ungfruisland

Ungfrú Ísland á Instagram: Missiceland15






Fleiri fréttir

Sjá meira


×