Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Þórunn segir að tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz geti ekki fjármagnað starfsemi sína. vísir/anton „Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar. Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
„Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar.
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira