Kjartan Hreinsson gefur út P3 við góðar undirtektir Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 09:00 Kjartan fékk myndavél fyrir tveimur árum og hefur verið með hana á sér síðan þá. mynd/aðsend Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöðung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og gömlum bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjartan er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lítinn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bæklingurinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum.Kjartan birti myndir af öllum síðum P3 á netinu en hann hefur slegið í gegn.„Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vinunum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann aðstoðaði við gerð tónlistarmyndbandsins við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur en myndbandið var leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vestfjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndböndin voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta." Áhugasamir geta skoðað skjáskot út P3 hér og hægt er að skoða PYK sem Kjartan og Young Karin gerðu með 66°Norður. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöðung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og gömlum bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjartan er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lítinn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bæklingurinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum.Kjartan birti myndir af öllum síðum P3 á netinu en hann hefur slegið í gegn.„Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vinunum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann aðstoðaði við gerð tónlistarmyndbandsins við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur en myndbandið var leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vestfjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndböndin voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta." Áhugasamir geta skoðað skjáskot út P3 hér og hægt er að skoða PYK sem Kjartan og Young Karin gerðu með 66°Norður.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira