Enski boltinn

Hvað gerir franski stoðsendingakóngurinn í West Ham?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Payet í leik með West Ham.
Payet í leik með West Ham. vísir/getty
Það kom mörgum á óvart að West Ham skyldi krækja í stoðsendingakóng frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Dimitri Payet. West Ham þurfti að borga tæpar ellefu milljónir punda fyrir Frakkann en ef hann aðlagast enska boltanum fljótt og spilar eins og hann gerði í fyrra er það gjöf en ekki gjald.

Payet, sem er fæddur á frönsku eyjunni Réunion, er sóknarsinnaður miðjumaður sem blómstraði undir stjórn Marcelos Bielsa hjá Marseille á síðasta tímabili.

Payet skoraði sjálfur sjö mörk og átti sautján stoðsendingar, flestar allra í frönsku deildinni. Aðeins Kevin De Bruyne, Lionel Messi og Cesc Fábregas lögðu upp fleiri mörk í fimm bestu deildum Evrópu í fyrra.

West Ham hefur ekki spilað neitt sérstaklega skemmtilegan fótbolta síðustu árin, þótt hann hafi dugað til að halda liðinu örugglega í úrvalsdeildinni. Það gæti breyst með komu Payets sem verður væntanlega lykilmaður hjá West Ham undir stjórn Slavens Bilic sem tók við liðinu af Sam Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×