Maður á að gera það sem mann langar til Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2015 09:00 Ásrún Mjöll keypti sér Honda Shadow-hjól síðastliðið vor og er mjög ánægð með það. Vísir/Pjetur „Mig hefur alltaf langað til þess að gera svo margt, svo langaði mig bara að gera þetta þannig að ég ákvað bara að slá til,“ segir Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem ætlar að fara á mótorhjóli í kringum landið í byrjun næsta mánaðar en prófið tók hún í lok síðasta sumars. „Mig langaði rosalega að fara einhverja langa ferð og ákvað að hjóla hringinn og fara á Eistnaflug í leiðinni. Ég er búin að kaupa miða svo núna vona ég bara að það verði gott veður,“ segir hún hress og hlær. „Mig langar til þess að gefa mér kannski svona viku til tíu daga til að fara hringinn en það kemur bara í ljós eftir veðri hvað ég ákveð að gera. Það er svo margt flott að skoða á leiðinni.“ Ásrún er ekki enn sem komið er meðlimur í neinum mótorhjólaklúbb en er þrátt fyrir það búin að kynnast fólki með viðlíka áhugamál. „Þetta er alveg rosalega gaman og ég er búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki í gegnum þetta. Mótorhjólamenn eru allir svo vinalegir, þetta er alveg frábært fólk upp til hópa,“ segir Ásrún en hjólið keypti hún sér síðastliðið vor. „Ég keypti mér Honda Shadow-hjól. Maðurinn sem ég keypti það af var búinn að gera það vel upp þannig að ég var mjög þakklát fyrir það og er mjög ánægð með það.“ Auk mótorhjólaáhugans hefur Ásrún mikinn áhuga á klifri og vinnur í Klifurhúsinu auk þess sem hún stundar nám í húsasmíði og vélstjórn í Tækniskólanum. „Mig hefur lengi langað til þess að vera bóndi. Ég fór alltaf í sveit undir Eyjafjöllum og finnst rosa gott að vera þar. Svo lá vegurinn bara að þessu. Að smíða og vélstjórnin kom svo einhvern veginn eftir á. Það er svo gott að geta bjargað sér svona sjálfur þannig að þetta small bara saman,“ segir hún um ástæður þess að hún ákvað að fara í húsasmíða- og vélstjórnarnám. Hún segir fólk stundum verða örlítið undrandi á námsvali hennar en kippir sér ekkert upp við það. „Ég fæ alveg oft furðulegt augnatillit frá fólki og það verður oft hissa þegar ég segi því frá náminu. En maður á bara að gera það sem mann langar mest til að gera og það sem gerir mann hamingjusaman,“ segir hún glöð í bragði. Hún hefur ekki enn ákveðið hvar á landinu hana langar mest til þess að eiga bóndabæ og segir að hægt sé að finna fallega staði alls staðar. „Núna þarf ég bara að safna mér fyrir bóndabæ en ég hef langan tíma til þess að safna þannig að það er allt í lagi,“ segir hún hlæjandi að lokum. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað til þess að gera svo margt, svo langaði mig bara að gera þetta þannig að ég ákvað bara að slá til,“ segir Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem ætlar að fara á mótorhjóli í kringum landið í byrjun næsta mánaðar en prófið tók hún í lok síðasta sumars. „Mig langaði rosalega að fara einhverja langa ferð og ákvað að hjóla hringinn og fara á Eistnaflug í leiðinni. Ég er búin að kaupa miða svo núna vona ég bara að það verði gott veður,“ segir hún hress og hlær. „Mig langar til þess að gefa mér kannski svona viku til tíu daga til að fara hringinn en það kemur bara í ljós eftir veðri hvað ég ákveð að gera. Það er svo margt flott að skoða á leiðinni.“ Ásrún er ekki enn sem komið er meðlimur í neinum mótorhjólaklúbb en er þrátt fyrir það búin að kynnast fólki með viðlíka áhugamál. „Þetta er alveg rosalega gaman og ég er búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki í gegnum þetta. Mótorhjólamenn eru allir svo vinalegir, þetta er alveg frábært fólk upp til hópa,“ segir Ásrún en hjólið keypti hún sér síðastliðið vor. „Ég keypti mér Honda Shadow-hjól. Maðurinn sem ég keypti það af var búinn að gera það vel upp þannig að ég var mjög þakklát fyrir það og er mjög ánægð með það.“ Auk mótorhjólaáhugans hefur Ásrún mikinn áhuga á klifri og vinnur í Klifurhúsinu auk þess sem hún stundar nám í húsasmíði og vélstjórn í Tækniskólanum. „Mig hefur lengi langað til þess að vera bóndi. Ég fór alltaf í sveit undir Eyjafjöllum og finnst rosa gott að vera þar. Svo lá vegurinn bara að þessu. Að smíða og vélstjórnin kom svo einhvern veginn eftir á. Það er svo gott að geta bjargað sér svona sjálfur þannig að þetta small bara saman,“ segir hún um ástæður þess að hún ákvað að fara í húsasmíða- og vélstjórnarnám. Hún segir fólk stundum verða örlítið undrandi á námsvali hennar en kippir sér ekkert upp við það. „Ég fæ alveg oft furðulegt augnatillit frá fólki og það verður oft hissa þegar ég segi því frá náminu. En maður á bara að gera það sem mann langar mest til að gera og það sem gerir mann hamingjusaman,“ segir hún glöð í bragði. Hún hefur ekki enn ákveðið hvar á landinu hana langar mest til þess að eiga bóndabæ og segir að hægt sé að finna fallega staði alls staðar. „Núna þarf ég bara að safna mér fyrir bóndabæ en ég hef langan tíma til þess að safna þannig að það er allt í lagi,“ segir hún hlæjandi að lokum.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira