Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Hefur ekki gert upp hug sinn um sæstreng – og sér bæði kosti og galla við verkefnið. fréttablaðið/gva „Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira