Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Hefur ekki gert upp hug sinn um sæstreng – og sér bæði kosti og galla við verkefnið. fréttablaðið/gva „Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er enginn gluggi að lokast á næstu misserum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugsanlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnuveganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að settur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóðhagsleg kostnaðar- og ábatagreining á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verkefnið er kallað. Straumur fjárfestingarbanki sé um þessar mundir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúningsvinnan í hendi um eða eftir næstu áramót.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira