Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:30 Elmar og Birnir áttu ekki von á því að sigra á hátíðinni. vísir/vilhelm „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira