Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:30 Elmar og Birnir áttu ekki von á því að sigra á hátíðinni. vísir/vilhelm „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum. Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum.
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira