Kristinn: Allt stærra hér en í Svíþjóð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 09:00 Kristinn Steindórsson hefur leik í nótt. vísir/pjetur Kristinn Steindórsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Columbus Crew í bandarísku MLS-deildinni í deildinni þegar liðið mætir Houston Dynamo á útivelli í nótt. Leikurinn hefst klukkan 20.30 að staðartíma, en 01.30 að íslenskum tíma. „Ég er ekki viss hvort ég verði í byrjunarliðinu en ég býst frekar við því en ekki,“ sagði Kristinn sem var nýbúinn að borða morgunmat þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Kristinn og félagar voru þá komnir til Houston en liðið hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin undanfarnar vikur. „Ég fór utan 9. janúar og þaðan beint að hitta landsliðið. Þegar það verkefni var búið þá byrjaði undirbúningstímabilið hérna. Síðan höfum við bara verið á ferðalagi, fórum tvisvar til Flórída og svo til Texas, bæði til að æfa og spila,“ sagði Kristinn sem skoraði í síðasta æfingaleik Columbus fyrir deildarkeppnina, gegn Oklahoma Energy á laugardaginn fyrir viku. Hann skoraði einnig í æfingaleik gegn FC Dallas í febrúar, sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Kristinn gekk til liðs við Columbus frá Halmstad í Svíþjóð í desember og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kann vel við sig í Bandaríkjunum. „Maturinn er góður og þetta er fínn hópur. Allt er reyndar stærra í sniðum en í Svíþjóð og þetta er aðeins öðruvísi umhverfi. En það hefur gengið vel að komast inn í þetta og það hafa ekki verið nein vandamál,“ sagði Kristinn sem segir gæðin á æfingum vera meiri en í Svíþjóð þar sem hann lék um þriggja ára skeið. „Já, klárlega. Heilt yfir eru meiri gæði á æfingum og undirbúningstímabilið er aðeins erfiðara en í Svíþjóð, það er styttra og keyrslan meiri.“ En hvers konar hlutverk er honum ætlað hjá Columbus? „Við spilum 4-2-3-1 og mitt hlutverk verður að leysa eina af þessum þremur stöðum fyrir aftan framherjann, aðallega þá vinstri kantinn þar sem ég er vanur að vera.“ Kristinn segir markmiðið að bæta árangur síðasta árs þegar Columbus tapaði fyrir New England Revolution í undanúrslitum Austurdeildarinnar, samanlagt 7-3. „Markmiðið er að fara inn í úrslitakeppnina og sjá hversu langt við komust þar. Við ætlum að gera betur en í fyrra,“ sagði Kristinn en breyting hefur orðið á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í MLS-deildinni. Í ár komast sex efstu liðin í hvorri deild í úrslitakeppnina í stað fimm eins og verið hefur síðustu þrjú ár. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Kristinn Steindórsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Columbus Crew í bandarísku MLS-deildinni í deildinni þegar liðið mætir Houston Dynamo á útivelli í nótt. Leikurinn hefst klukkan 20.30 að staðartíma, en 01.30 að íslenskum tíma. „Ég er ekki viss hvort ég verði í byrjunarliðinu en ég býst frekar við því en ekki,“ sagði Kristinn sem var nýbúinn að borða morgunmat þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Kristinn og félagar voru þá komnir til Houston en liðið hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin undanfarnar vikur. „Ég fór utan 9. janúar og þaðan beint að hitta landsliðið. Þegar það verkefni var búið þá byrjaði undirbúningstímabilið hérna. Síðan höfum við bara verið á ferðalagi, fórum tvisvar til Flórída og svo til Texas, bæði til að æfa og spila,“ sagði Kristinn sem skoraði í síðasta æfingaleik Columbus fyrir deildarkeppnina, gegn Oklahoma Energy á laugardaginn fyrir viku. Hann skoraði einnig í æfingaleik gegn FC Dallas í febrúar, sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Kristinn gekk til liðs við Columbus frá Halmstad í Svíþjóð í desember og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kann vel við sig í Bandaríkjunum. „Maturinn er góður og þetta er fínn hópur. Allt er reyndar stærra í sniðum en í Svíþjóð og þetta er aðeins öðruvísi umhverfi. En það hefur gengið vel að komast inn í þetta og það hafa ekki verið nein vandamál,“ sagði Kristinn sem segir gæðin á æfingum vera meiri en í Svíþjóð þar sem hann lék um þriggja ára skeið. „Já, klárlega. Heilt yfir eru meiri gæði á æfingum og undirbúningstímabilið er aðeins erfiðara en í Svíþjóð, það er styttra og keyrslan meiri.“ En hvers konar hlutverk er honum ætlað hjá Columbus? „Við spilum 4-2-3-1 og mitt hlutverk verður að leysa eina af þessum þremur stöðum fyrir aftan framherjann, aðallega þá vinstri kantinn þar sem ég er vanur að vera.“ Kristinn segir markmiðið að bæta árangur síðasta árs þegar Columbus tapaði fyrir New England Revolution í undanúrslitum Austurdeildarinnar, samanlagt 7-3. „Markmiðið er að fara inn í úrslitakeppnina og sjá hversu langt við komust þar. Við ætlum að gera betur en í fyrra,“ sagði Kristinn en breyting hefur orðið á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í MLS-deildinni. Í ár komast sex efstu liðin í hvorri deild í úrslitakeppnina í stað fimm eins og verið hefur síðustu þrjú ár.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira