Fór sextíu ár aftur í tímann Elín Albertsdóttir skrifar 24. janúar 2015 11:00 Það hefur verið mjög kaldur vetur í Portúgal. Hulda þurfti að greiða um 70 þúsund fyrir að hafa hita í íbúðinni í einn mánuð. Það var mikið um að vera í bænum í kringum jólin. Hér er Hulda til vinstri með bæjarbúum á markaði. Hulda Björnsdóttir söðlaði algjörlega um í lífinu árið 2008, keypti hús í Kína og ákvað að setjast þar að. Þá hafði hún unnið á sömu skrifstofunni í 24 ár og langaði í tilbreytingu. Kínaævintýrið varð þó aldrei auðvelt og núna býr Hulda í Portúgal. Hulda sagði frá flutningum til Kína í viðtali við Morgunblaðið í janúar 2008. Hún sagði frá því að hana langaði ekki að verða gömul á Íslandi. „Ég hafði horft upp á móður mína ganga þann veg og fannst ekki þannig búið að öldruðum á Íslandi að mig langaði til að finna það á eigin skrokki,“ sagði Hulda í viðtalinu. Hún hafði fallið fyrir Kína í heimsókn þangað og ákvað að setjast að í hafnarborginni Fuzhou þar sem hún festi kaup á raðhúsi. Í Kína kenndi hún innfæddum ensku og dans. Hulda var lengi danskennari hjá Heiðari Ástvaldssyni. Hún lét Kínadrauminn rætast sama ár og allt hrundi á Íslandi, þá að verða 63 ára.Nýtt ævintýri Það var forvitnilegt að vita hvernig Huldu hefur gengið að fóta sig í Kína og þess vegna hafði blaðamaður samband við hana. Hulda reyndist ekki vera í Kína heldur í Portúgal. „Það var flókið að setjast að í Kína. Ég fékk ekki langvarandi dvalarleyfi. Þegar ég varð 65 ára nennti ég ekki að bíða í fimm ár í viðbót eftir leyfinu, seldi húsið og innbúið og flutti til Portúgal,“ útskýrir Hulda sem verður sjötug á þessu ári. „Mér fannst gaman að vera í Kína og naut þess að kenna þar. Ég sakna landsins mikið. Skólinn þar sem ég kenndi hefur boðið mér í heimsókn og ég hef hug á að fara þangað fljótlega.“ „Áður en ég flutti til Portúgal skoðaði ég landið mjög vel, gúglaði á netinu og spurði vini og kunningja sem þekktu til. Það voru allir jákvæðir gagnvart þessu landi. Nú er ég búin að vera hér í fjögur ár en það hefur sannarlega ekki verið sama sólin og allir töldu. Í sannleika sagt er eins og ég hafi flutt sextíu ár aftur í tímann,“ segir Hulda og stynur.Kalt í sólarlandi „Fólkið hér er ágætt en ég er skrýtni útlendingurinn. Ég bý í miðju landi, í bæ sem heitir Penela. Hér búa bara Portúgalar. Venjulegir útlendingar kaupa sér hús úti í skógi og eru ekki í miklu sambandi við innfædda. Það tekur mig einn og hálfan klukkutíma að keyra á almennilega strönd og stundum legg ég það á mig yfir sumarið, þá er gríðarlega heitt hér, jafnvel yfir 40 stig,“ segir Hulda en kuldinn hefur verið mjög mikill í vetur. „Það er hrikalega kalt hér yfir veturinn. Ég borgaði 450 evrur (um 70 þúsund) í síðasta mánuði fyrir að hafa íbúðina heita. Ekki langt héðan hefur snjóað. Þetta er ekki eins og sólarströndin Algarve sem Íslendingar þekkja. Hún er ekki Portúgal heldur ferðamannastaður.“Vantaði menningu Hulda segir að fyrst eftir að hún kom til Portúgal hafi hún verið að deyja andlega. Hana vantaði list og menningu í líf sitt. „Ég fann hér góðan söngkennara og er að læra óperusöng sem ég var byrjuð á heima á Íslandi. Það finnst mér gaman. Í fyrra kenndi ég útlendingum dans hérna sem einnig var mjög skemmtilegt. Þá kynntist ég því hvernig útlendingar grúppa sig saman hér. Það er ágætt að vera ferðamaður á þessum slóðum, alls kyns rústir og kastalar, en öðruvísi að búa hér. Ég hef ferðast mikið um landið og alls staðar er umhverfið keimlíkt. En ég tók meðvitaða ákvörðun að sætta mig við þetta land því mig langar ekki að flytja aftur,“ segir hún. Hulda ætlar ekki að flytja aftur til Íslands. „Ég get ekki hugsað mér að vera í myrkrinu á veturna,“ segir hún. Ég bý ein og það gefur mér ákveðið frjálsræði. Ég er þekkt hér fyrir að hoppa upp í bílinn og keyra af stað á vit ævintýranna. Portúgölum finnst það mjög merkilegt.“Hulda hefur eignast marga vini í Portúgal en henni finnst flest þar forneskjulegt. Hún bjó áður í Kína og var mjög ánægð þar.Fleiri ævintýri Þegar Hulda er spurð hvort henni leiðist aldrei, svarar hún: „Ekki beint. Ég fékk smávegis menningarsjokk þegar ég kom fyrst þar sem allt er fornaldarlegt hérna. Eftir að ég ákvað að taka slaginn þá leiðist mér ekki. Ég er dugleg að finna mér eitthvað að gera. Ég reyndi til dæmis að koma NuSkin-vörum á markað hér í Portúgal. Svo er ég að læra málið. Allir mínir vinir hér eru portúgalskir og sumir tala enga ensku svo maður verður að bjarga sér. Ég á auðvelt með að kynnast fólki. Heimsóknir tíðkast ekki hér. Mér hefur samt tvisvar verið boðið að eyða jólum hjá portúgölskum fjölskyldum, þá heimsækja þeir ættingja og vini en annars ekki.“ Hulda hefur aðeins einu sinni komið til Íslands frá árinu 2008 til að endurnýja vegabréfið. „Mig langar helst núna að keyra niður til Spánar eða Ítalíu og dvelja þar í nokkra mánuði. Föst búseta verður áfram hér í Portúgal. Ég er ævintýrakona í eðli mínu og á eftir að upplifa fleiri ævintýri. Það er heilmikil áskorun að lifa þessu lífi og það á vel við mig.“ Hulda keypti íbúðina í Portúgal á sínum tíma og hún er með eigin bíl. Hún segist vera miku betur stödd en innfæddir á hennar aldri. „Þegar ég segi fólki hér hvað ég sé gömul þá dettur af því andlitið. Þeim finnst ég ekki haga mér samkvæmt aldri,“ segir hún og hlær. „Í Penela eru engin söfn og engir tónleikar og ég sakna þess. Það vantar menninguna. Spánverjar og Ítalir eru ólíkir Portúgölum að þessu leyti. Þeir eru opnari og menningin ríkari þáttur í lífi þeirra.“Ákveðið tómarúm Hulda segir hiklaust mæla með því að fólk sem komið er á eftirlaun prófi eitthvað nýtt í öðrum löndum í styttri eða lengri tíma. „Þegar ég kom til Portúgal fór ég í gegnum tímabil þar sem mér fannst ég einskis nýt. Ég var hætt að vinna og það var ákveðið tómarúm. Margir sem komast á þennan aldur upplifa það. Þá er undir hverjum og einum komið að fylla upp í þetta tómarúm á meðan fólk hefur heilsu og kraft. Ef maður fer aldrei upp úr sporunum breytist ekki neitt. Það er hægt að sitja heima og kvarta yfir hvað lífið er erfitt eða snúa vörn í sókn og gera eitthvað skemmtilegt. Mér finnst til dæmis einstaklega skemmtilegt að læra að syngja. Það er gott fyrir heilsuna og andann. Hér finnur eldra fólk félagsskap á heilsugæslunni eða í apótekinu,“ segir hún. „Hinn almenni Portúgali hefur ekki ferðast mikið um eigið land. Það er mikil fátækt hér,“ segir ævintýrakonan Hulda. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Það var mikið um að vera í bænum í kringum jólin. Hér er Hulda til vinstri með bæjarbúum á markaði. Hulda Björnsdóttir söðlaði algjörlega um í lífinu árið 2008, keypti hús í Kína og ákvað að setjast þar að. Þá hafði hún unnið á sömu skrifstofunni í 24 ár og langaði í tilbreytingu. Kínaævintýrið varð þó aldrei auðvelt og núna býr Hulda í Portúgal. Hulda sagði frá flutningum til Kína í viðtali við Morgunblaðið í janúar 2008. Hún sagði frá því að hana langaði ekki að verða gömul á Íslandi. „Ég hafði horft upp á móður mína ganga þann veg og fannst ekki þannig búið að öldruðum á Íslandi að mig langaði til að finna það á eigin skrokki,“ sagði Hulda í viðtalinu. Hún hafði fallið fyrir Kína í heimsókn þangað og ákvað að setjast að í hafnarborginni Fuzhou þar sem hún festi kaup á raðhúsi. Í Kína kenndi hún innfæddum ensku og dans. Hulda var lengi danskennari hjá Heiðari Ástvaldssyni. Hún lét Kínadrauminn rætast sama ár og allt hrundi á Íslandi, þá að verða 63 ára.Nýtt ævintýri Það var forvitnilegt að vita hvernig Huldu hefur gengið að fóta sig í Kína og þess vegna hafði blaðamaður samband við hana. Hulda reyndist ekki vera í Kína heldur í Portúgal. „Það var flókið að setjast að í Kína. Ég fékk ekki langvarandi dvalarleyfi. Þegar ég varð 65 ára nennti ég ekki að bíða í fimm ár í viðbót eftir leyfinu, seldi húsið og innbúið og flutti til Portúgal,“ útskýrir Hulda sem verður sjötug á þessu ári. „Mér fannst gaman að vera í Kína og naut þess að kenna þar. Ég sakna landsins mikið. Skólinn þar sem ég kenndi hefur boðið mér í heimsókn og ég hef hug á að fara þangað fljótlega.“ „Áður en ég flutti til Portúgal skoðaði ég landið mjög vel, gúglaði á netinu og spurði vini og kunningja sem þekktu til. Það voru allir jákvæðir gagnvart þessu landi. Nú er ég búin að vera hér í fjögur ár en það hefur sannarlega ekki verið sama sólin og allir töldu. Í sannleika sagt er eins og ég hafi flutt sextíu ár aftur í tímann,“ segir Hulda og stynur.Kalt í sólarlandi „Fólkið hér er ágætt en ég er skrýtni útlendingurinn. Ég bý í miðju landi, í bæ sem heitir Penela. Hér búa bara Portúgalar. Venjulegir útlendingar kaupa sér hús úti í skógi og eru ekki í miklu sambandi við innfædda. Það tekur mig einn og hálfan klukkutíma að keyra á almennilega strönd og stundum legg ég það á mig yfir sumarið, þá er gríðarlega heitt hér, jafnvel yfir 40 stig,“ segir Hulda en kuldinn hefur verið mjög mikill í vetur. „Það er hrikalega kalt hér yfir veturinn. Ég borgaði 450 evrur (um 70 þúsund) í síðasta mánuði fyrir að hafa íbúðina heita. Ekki langt héðan hefur snjóað. Þetta er ekki eins og sólarströndin Algarve sem Íslendingar þekkja. Hún er ekki Portúgal heldur ferðamannastaður.“Vantaði menningu Hulda segir að fyrst eftir að hún kom til Portúgal hafi hún verið að deyja andlega. Hana vantaði list og menningu í líf sitt. „Ég fann hér góðan söngkennara og er að læra óperusöng sem ég var byrjuð á heima á Íslandi. Það finnst mér gaman. Í fyrra kenndi ég útlendingum dans hérna sem einnig var mjög skemmtilegt. Þá kynntist ég því hvernig útlendingar grúppa sig saman hér. Það er ágætt að vera ferðamaður á þessum slóðum, alls kyns rústir og kastalar, en öðruvísi að búa hér. Ég hef ferðast mikið um landið og alls staðar er umhverfið keimlíkt. En ég tók meðvitaða ákvörðun að sætta mig við þetta land því mig langar ekki að flytja aftur,“ segir hún. Hulda ætlar ekki að flytja aftur til Íslands. „Ég get ekki hugsað mér að vera í myrkrinu á veturna,“ segir hún. Ég bý ein og það gefur mér ákveðið frjálsræði. Ég er þekkt hér fyrir að hoppa upp í bílinn og keyra af stað á vit ævintýranna. Portúgölum finnst það mjög merkilegt.“Hulda hefur eignast marga vini í Portúgal en henni finnst flest þar forneskjulegt. Hún bjó áður í Kína og var mjög ánægð þar.Fleiri ævintýri Þegar Hulda er spurð hvort henni leiðist aldrei, svarar hún: „Ekki beint. Ég fékk smávegis menningarsjokk þegar ég kom fyrst þar sem allt er fornaldarlegt hérna. Eftir að ég ákvað að taka slaginn þá leiðist mér ekki. Ég er dugleg að finna mér eitthvað að gera. Ég reyndi til dæmis að koma NuSkin-vörum á markað hér í Portúgal. Svo er ég að læra málið. Allir mínir vinir hér eru portúgalskir og sumir tala enga ensku svo maður verður að bjarga sér. Ég á auðvelt með að kynnast fólki. Heimsóknir tíðkast ekki hér. Mér hefur samt tvisvar verið boðið að eyða jólum hjá portúgölskum fjölskyldum, þá heimsækja þeir ættingja og vini en annars ekki.“ Hulda hefur aðeins einu sinni komið til Íslands frá árinu 2008 til að endurnýja vegabréfið. „Mig langar helst núna að keyra niður til Spánar eða Ítalíu og dvelja þar í nokkra mánuði. Föst búseta verður áfram hér í Portúgal. Ég er ævintýrakona í eðli mínu og á eftir að upplifa fleiri ævintýri. Það er heilmikil áskorun að lifa þessu lífi og það á vel við mig.“ Hulda keypti íbúðina í Portúgal á sínum tíma og hún er með eigin bíl. Hún segist vera miku betur stödd en innfæddir á hennar aldri. „Þegar ég segi fólki hér hvað ég sé gömul þá dettur af því andlitið. Þeim finnst ég ekki haga mér samkvæmt aldri,“ segir hún og hlær. „Í Penela eru engin söfn og engir tónleikar og ég sakna þess. Það vantar menninguna. Spánverjar og Ítalir eru ólíkir Portúgölum að þessu leyti. Þeir eru opnari og menningin ríkari þáttur í lífi þeirra.“Ákveðið tómarúm Hulda segir hiklaust mæla með því að fólk sem komið er á eftirlaun prófi eitthvað nýtt í öðrum löndum í styttri eða lengri tíma. „Þegar ég kom til Portúgal fór ég í gegnum tímabil þar sem mér fannst ég einskis nýt. Ég var hætt að vinna og það var ákveðið tómarúm. Margir sem komast á þennan aldur upplifa það. Þá er undir hverjum og einum komið að fylla upp í þetta tómarúm á meðan fólk hefur heilsu og kraft. Ef maður fer aldrei upp úr sporunum breytist ekki neitt. Það er hægt að sitja heima og kvarta yfir hvað lífið er erfitt eða snúa vörn í sókn og gera eitthvað skemmtilegt. Mér finnst til dæmis einstaklega skemmtilegt að læra að syngja. Það er gott fyrir heilsuna og andann. Hér finnur eldra fólk félagsskap á heilsugæslunni eða í apótekinu,“ segir hún. „Hinn almenni Portúgali hefur ekki ferðast mikið um eigið land. Það er mikil fátækt hér,“ segir ævintýrakonan Hulda.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira