Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2015 12:19 Almar virðir fyrir sér fjölmiðlafárið skömmu áður en hann yfirgaf kassann í morgun. Líkast til hefur hann enga hugmynd um hvílíka athygli verk hans hefur vakið. visir/gva „Hann hefur verið nemandi hjá mér, en ég ber ekki með ábyrgð á þessum kúrsi sem heitir, Leiðir og úrvinnsla, segir Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður og kennari við Listaháskólann. Maður dagsins, kannski ársins, hlýtur að vera 1. árs listneminn Almar Atlason, sem í morgun kom út úr glerkassa hvar hann dvaldi þögull í viku. Verkið vakti gríðarlega athygli, um það þarf vart að hafa mörg orð. Um var að ræða lokaverkefni hans í Leiðum og úrvinnslu. Kennarar þar eru Eyrún Sigurðardóttir og Hugi Þór Arason, en þau hafa ekki verið til viðtals í morgun; þau hafa reyndar ekki verið til viðtals í vikunni þá er gjörningurinn hefur staðið yfir. Jóhann Ludwig segir verkefnið fáránlega mikið blásið út miðað við tilefnið. „En, listin spyr ekkert að því. Hitti á einhverja taug hjá fólki. Það sjá allir sjálfa sig í þessu verki.“Almar has left the box, farinn í sund en skildi eftir svohljóðandi skilaboð.Ásbjörn ErlingssonJóhann Ludwig segir almenna ánægju ríkjandi með verkið, jafnt innan skóla sem utan. „Jú, alveg óhætt að segja það. Einhver taugaæsingur búinn að vera sem að öllu jöfnu er ekki. Persónulega kann ég vel við það. Oft er heldur mikil lognmolla í kringum þetta. Verkið var vel heppnað að öllu leyti.“ Þau í skólanum voru tilbúin með sturtu en Almar afþakkaði hana og fór í sund eftir dvölina í kassanum. „Annað dásamlegt í þessu er að kassinn er núna með öllu sem í hann hefur safnast. Og þar hefur Almar sett miða: „Ég lofa að taka til í vikunni, kveðja Almar.“ Það er eiginlega óvissan sem við stöndum frammi fyrir í húsinu, hvort hann standi við það.“ Þó verkið hafi heppnast líkast til langt umfram væntingar þá eru flestir ánægðir. „Einhverjir voru að fussa yfir þessu, en hann er það viðkunnanlegur og hefur í sinni rósemd náð að fanga væntumþykjuna,“ segir Jóhann Ludwig. Menning Tengdar fréttir Rikki Gje ber enn meiri virðingu fyrir Almari eftir innlit í kassann "Áður en ég fór inn hafði Almar sagt við mig að ég mætti kíkja inn og fá mér malt og appelsín, síðan voru aðrir búnir að opna kassann og reka hausinn inn,“ segir Rikki Gje. 7. desember 2015 10:17 Twitter fór á hliðina þegar Almar steig út úr kassanum: „Eitt risastökk fyrir mannkynið“ #nakinníkassa tröllreið internetinu í morgun. 7. desember 2015 11:30 Konan hans Almars: „Ég er ógeðslega stolt af honum“ Segir Almar vera algjöra hetju að endast viku í kassanum. 7. desember 2015 09:56 Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 09:45 Útsending Vísis úr Listaháskólanum í heild sinni: „Það þarf að útskrifa hann strax“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 10:24 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Hann hefur verið nemandi hjá mér, en ég ber ekki með ábyrgð á þessum kúrsi sem heitir, Leiðir og úrvinnsla, segir Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður og kennari við Listaháskólann. Maður dagsins, kannski ársins, hlýtur að vera 1. árs listneminn Almar Atlason, sem í morgun kom út úr glerkassa hvar hann dvaldi þögull í viku. Verkið vakti gríðarlega athygli, um það þarf vart að hafa mörg orð. Um var að ræða lokaverkefni hans í Leiðum og úrvinnslu. Kennarar þar eru Eyrún Sigurðardóttir og Hugi Þór Arason, en þau hafa ekki verið til viðtals í morgun; þau hafa reyndar ekki verið til viðtals í vikunni þá er gjörningurinn hefur staðið yfir. Jóhann Ludwig segir verkefnið fáránlega mikið blásið út miðað við tilefnið. „En, listin spyr ekkert að því. Hitti á einhverja taug hjá fólki. Það sjá allir sjálfa sig í þessu verki.“Almar has left the box, farinn í sund en skildi eftir svohljóðandi skilaboð.Ásbjörn ErlingssonJóhann Ludwig segir almenna ánægju ríkjandi með verkið, jafnt innan skóla sem utan. „Jú, alveg óhætt að segja það. Einhver taugaæsingur búinn að vera sem að öllu jöfnu er ekki. Persónulega kann ég vel við það. Oft er heldur mikil lognmolla í kringum þetta. Verkið var vel heppnað að öllu leyti.“ Þau í skólanum voru tilbúin með sturtu en Almar afþakkaði hana og fór í sund eftir dvölina í kassanum. „Annað dásamlegt í þessu er að kassinn er núna með öllu sem í hann hefur safnast. Og þar hefur Almar sett miða: „Ég lofa að taka til í vikunni, kveðja Almar.“ Það er eiginlega óvissan sem við stöndum frammi fyrir í húsinu, hvort hann standi við það.“ Þó verkið hafi heppnast líkast til langt umfram væntingar þá eru flestir ánægðir. „Einhverjir voru að fussa yfir þessu, en hann er það viðkunnanlegur og hefur í sinni rósemd náð að fanga væntumþykjuna,“ segir Jóhann Ludwig.
Menning Tengdar fréttir Rikki Gje ber enn meiri virðingu fyrir Almari eftir innlit í kassann "Áður en ég fór inn hafði Almar sagt við mig að ég mætti kíkja inn og fá mér malt og appelsín, síðan voru aðrir búnir að opna kassann og reka hausinn inn,“ segir Rikki Gje. 7. desember 2015 10:17 Twitter fór á hliðina þegar Almar steig út úr kassanum: „Eitt risastökk fyrir mannkynið“ #nakinníkassa tröllreið internetinu í morgun. 7. desember 2015 11:30 Konan hans Almars: „Ég er ógeðslega stolt af honum“ Segir Almar vera algjöra hetju að endast viku í kassanum. 7. desember 2015 09:56 Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 09:45 Útsending Vísis úr Listaháskólanum í heild sinni: „Það þarf að útskrifa hann strax“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 10:24 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rikki Gje ber enn meiri virðingu fyrir Almari eftir innlit í kassann "Áður en ég fór inn hafði Almar sagt við mig að ég mætti kíkja inn og fá mér malt og appelsín, síðan voru aðrir búnir að opna kassann og reka hausinn inn,“ segir Rikki Gje. 7. desember 2015 10:17
Twitter fór á hliðina þegar Almar steig út úr kassanum: „Eitt risastökk fyrir mannkynið“ #nakinníkassa tröllreið internetinu í morgun. 7. desember 2015 11:30
Konan hans Almars: „Ég er ógeðslega stolt af honum“ Segir Almar vera algjöra hetju að endast viku í kassanum. 7. desember 2015 09:56
Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 09:45
Útsending Vísis úr Listaháskólanum í heild sinni: „Það þarf að útskrifa hann strax“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 10:24