Enski boltinn

Sterling í vanda | Féll í yfirlið eftir hláturgas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raheem Sterling, lengst til hægri, fagnar marki sínu í kvöld.
Raheem Sterling, lengst til hægri, fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Raheem Sterling, sóknarmaður Liverpool, mun fá tiltal frá Brendan Rodgers knattspyrnustjóra eftir að fréttir þess efnis birtust að sóknarmaðurinn ungi hafi tekið inn hláturgas.

Enska blaðið The Sun birtir í kvöld myndir af Sterling sem virðast sýna að hann hafi fallið í yfirlið eftir að hafa tekið inn efnið sem í daglegu tali er kallað hláturgas eða glaðgas.

Sterling skoraði einmitt annað marka Liverpool í 2-0 sigri liðsins á Newcastle í kvöld.

„Við tökum alltaf á svona málum innan félagsins,“ sagði Rodgers. „Ég mun ræða við hann og við afgreiðum málið.“

Hláturgas er oft notað við deyfingu, til dæmis af tannlæknum og við hríðarverkjum tilvonandi mæðra, enda er það algjörlega skaðlaust.

Sterling komst nýverið í fréttir þegar myndir birtust af honum við að reykja vatnspípu en hann hefur einnig verið mikið í umfjöllun fjölmiðla eftir að hann hafnaði samningstilboði Liverpool sem bauð honum 100 þúsund pund í vikulaun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×