Innlent

Ók á ljósastaur í Ártúnsbrekku

Bjarki Ármannsson skrifar
Slysið átti sér stað í Ártúnsbrekku.
Slysið átti sér stað í Ártúnsbrekku. Vísir/Hari
Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að hann ók á ljósastaur utan vegar í Ártúnsbrekkunni.

Að því er kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu missti ökumaðurinn stjórn á bíl sínum eftir að annar ók í veg fyrir hann.

Ekki er vitað að svo stöddu hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. Bifreið hans var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá átti annað umferðaróhapp sér stað á Meðalfellsvegi í Kjós á sjöunda tímanum í gær. Þar hlaut ung kona opið beinbrot er hún datt af bifhjóli. Hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×