Innlent

Ofurölvi og með ólæti á slysadeild

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landspítalinn.
Landspítalinn. vísir/gva
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann á slysadeild Landspítalans þar sem hann var ofurölvi og lét illa. Hann var færður í fangaklefa vegna ölvunar og hegðunar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði í dag. Brotist var inn í hús og verslun auk þess sem gaskúti var stolið úr garði.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhapp í Holtagerði þar sem bifreið var sögð hafa endað inn í garði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi var atvikið minniháttar. Ökumaður missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði upp að lóðamörkum en enginn slasaðist. Þá urðu heldur engin eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×