Enski boltinn

Son Heung-Min til liðs við Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Son Heung-Min var hæstánægður eftir undirskrift.
Son Heung-Min var hæstánægður eftir undirskrift. Vísir/Getty
Tottenham gekk í dag frá kaupunum á Suður-kóreska landsliðsmanninum Son Heung-Min frá Bayer Leverkusen. Talið er að Tottenham greiði 30 milljónir evra fyrir Son en óvíst er hvort hann fái leikheimild fyrir helgina.

Heung-Min gengur til liðs við Tottenham frá Bayer Leverkusen eftir tvö ár í herbúðum þýska félagsins en hann var áður í þrjú ár hjá Hamburg.  

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Heung-Min leikið 44 landsleiki fyrir hönd Suður-Kóreu og skorað í þeim ellefu mörk.

Það er þó áhyggjuefni fyrir stuðningsmenn Tottenham að hann hefur ekki enn sinnt herskyldu sinni en hann þarf lögum samkvæmt að sinna herskyldu í tvö ár. Einu undanþágurnar sem eru veittar eru fyrir íþróttamenn sem vinna verðlaun á Ólympíu- eða Asíuleikunum.

Bayer Leverkusen staðfesti á sama tíma að félagið hefði gengið frá kaupunum á slóvenska kantmanninum Kevin Kampl frá Dortmund í hans stað en hann eyddi aðeins hálfu ári hjá Dortmund eftir þrjú ár hjá Red Bull Salzburg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×