Fótbolti

Forseti Sampdoria staðfestir áhuga á Balotelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Balotelli er virkur á samskiptamiðlunum.
Balotelli er virkur á samskiptamiðlunum. Vísir/Getty
Forseti Sampdoria, Massimo Ferrero, staðfesti áhuga félagsins á Mario Balotelli, framherja Liverpool en til þess að félagsskiptin gangi eftir verða bæði Liverpool sem og Balotelli að vera liðleg.

Balotelli sem er 24 árs ítalskur landsliðsmaður gekk til liðs við Liverpool fyrir síðasta tímabil frá AC Milan. Greiddi Liverpool 16 milljónir punda fyrir hann og er óhætt að segja að hann hafi ekki staðið undir þeim verðmiða en hann skoraði aðeins fjögur mörk í 28 leikjum, þar af aðeins eitt í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir að Liverpool gekk frá kaupunum á Danny Ings, Christian Benteke og Robert Firminho er talið að Balotelli sé á förum frá félaginu. Ferrero segir að Sampdoria geti aðeins borgað hluta af því sem Liverpool greiddi fyrir hann á sínum tíma en samkvæmt honum vill Liverpool fá 10 milljónir evra fyrir þjónustu ítalska framherjans.

„Hann var víst í Genoa í gærkvöldi en hann kostar 10 milljónir evra og á meðan get ég ekkert gert. Með afslætti myndi ég taka honum opnum örmum en Liverpool og hann þurfa að skilja eitthvað sem þekkist á Ítalíu. Þú getur komist hjá með eitthvað lítið frekar en að deyja því þú færð ekkert,“ sagði Ferrero sem virðist gefa til kynna að Liverpool ætti einfaldlega að sætta sig við tapið í stað þess að fresta því og fá ekkert síðar meir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×