Matur

Vanillukrem og marengs með jarðarberjum og bláberjum

Rikka skrifar
visir/andri

Ómótstæðilegur eftirréttur úr smiðju Eyþórs Rúnarssonar úr þættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2. Í síðasta þætti voru egg í aðalhlutverki og því ekki úr vegi að baka marens. 

Vanillukrem og marengs með jarðarberjum og bláberjum

Marengs

4 eggjahvítur

250 gr sykur

1 tsk sítrónusafi

1 tsk Maísmjöl (Maizena)

1 tsk vanilludropar

1 askja jarðaber, skorin

1 askja bláber

Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið sykrinum smám saman útí og þeytið í u.þ.b 4 mínútur. Bætið sítrónusafa, maizenamjöli og vanilludropum saman við í og hrærið u.þ.b mínútu. 

Setjið marensinn í sprautupoka og skerið gat á hann sem er á stærð við krónupening. Sprautið marensnum í fallega toppa á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í klukkustund. Slökkvið á ofninum og látið marensinn standa inn í honum í u.þ.b. 2 klst.

Vanillukrem

500 ml mjólk

1 stk vanillustöng

125 gr sykur                                              

50 gr maizenamjöl

6 eggjarauður

50 gr smjör

½ liter rjómi (léttþeyttur)

1 askja jarðaber, skorin

1 askja bláber

Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið fræin úr henni. Setjið mjólk í pott og hitið með vanillustönginni og fræjunum rétt undir suðumarki í ca. 5 mín. Slökkvið undir pottinum og látið mjólkina standa í  honum í 40-60 mín. Fjarlægið vanillustöngina að því loknu.

Þeytið saman sykur, maizenamjöl og eggjarauður í höndunum þar til létt og ljóst. Setjið í pott og bætið vanillumjólkinni varlega saman við með sleikju. Hitið varlega upp á blöndunni við vægan hita og passið að láta ekki festast við botninn. Notið sleikjuna til að halda blöndunni á hreyfingu. Þegar blandan fer að þykkna pískið þið hana saman með písk í ca. 2 mín og takið svo af hellunni. Bætið smjörinu út í og blandið því saman við með töfrasprota. Setjið í skál og inn í ísskáp í ca. 3 tíma eða þar til kremið er orðið kalt. Blandið létt þeytta rjómanum saman við kremið. 

Skerið jarðarberin í fernt og raðið vanillukreminu og marengsinum til skiptis í 2 lög og hellið svo berjunum ofan á toppinn.


Tengdar fréttir

Svona gerirðu graflax

Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Shakshouka - afrískur eggjaréttur

Í síðasta þætti Eldhússins hans Eyþórs voru egg í aðalhlutverki. Hérna kemur uppskrift af frábærum afrískum eggjarétti.

Ómótstæðilegt kartöflusalat

Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson fór á kostum í sjónvarpsþættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann reiðir fram hvern grinilegan réttinn á eftir öðrum. Hérna er hann með ómótstæðilegt kartöflusalat sem hægt er að bera fram allan ársins hring.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr

Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka

Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir

Sætkartöflusæla með pistasíum og trönuberjum

Kartöflur eru eitt vinsælasta hráefnið á Íslandi og hægt að nota á marga vegu. Hérna er meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson búinn að búa til uppskrift af sætkartöfluköku sem svíkur engan.

Jólaöndin hans Eyþórs

Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari og þáttastjórnandi Eldhússins hans Eyþórs á Stöð 2 bjó til ómótstæðilega heilsteikta önd með sveppa og trönuberjafyllingu ásamt ljúffengri sósu og kartöflum í hátíðarbúning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×