Matur

Ómótstæðilegt kartöflusalat

Rikka skrifar

Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson fór á kostum í sjónvarpsþættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann reiðir fram hvern grinilegan réttinn á eftir öðrum. Hérna er hann með ómótstæðilegt kartöflusalat sem hægt er að bera fram allan ársins hring.Salat

1 pakki beikon (smátt skorið og steikt)

1 box sveppir skornir í 6 bita

½ hvítlauksgeiri (fínt rifinn)

2 stk appelsínur

2 msk graslaukur

350 gr soðnar íslenskar kartöflur

1 box blandað salat

Ólífuolía til steikingar

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Steikið sveppina upp úr ólífuolíu þar til þeir eru orðnir gylltir. Rífið hvítlaukinn með fínu rifjárni yfir sveppina og eldið í 1 mín. í viðbót. Hellið öllu saman í skál og kælið. Skrælið og skerið appelsínuna í fallega báta. Skerið karöflurnar í sneiðar og setjið á heita pönnu með ólífuolíu á og steikið í 2 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Setjið salatið í skál og raðið öllu hráefninu yfir.

Sinnepsdressing

2  msk dijonsinnep

200 ml ólífuolía

2 msk sojasósa

1 tsk chilipasta

2 stk appelsína

Setjið allt hráefnið saman í blender og látið vinna saman í 1 mín.

Pikklaður perlulaukur

200 ml vatn

200 ml rauðvínsedik

100 gr sykur

1 tsk salt

1 poki skrældur perlulaukur

Setjið vökvann, sykurinn og saltið saman í pott og sjóðið upp á blöndunni. Skerið perlulaukinn í helminga og hellið honum út í vökvann. Látið laukinn standa í leginum í minnst 1 klst. fyrir notkun en hann geymist í allt að 2 mánuði inni í ísskáp.


Tengdar fréttir

Laxatartar með estragonsósu

Eyþór Rúnarsson, meistarakokkur, töfrar hérna fram frábæran laxatartar sem tilvalin er í jólaboðið.

Svona gerirðu graflax

Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr

Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka

Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir

Jólaöndin hans Eyþórs

Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari og þáttastjórnandi Eldhússins hans Eyþórs á Stöð 2 bjó til ómótstæðilega heilsteikta önd með sveppa og trönuberjafyllingu ásamt ljúffengri sósu og kartöflum í hátíðarbúning.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.