Jól

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka

Rikka skrifar
visir/Eyþór
Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir



Epla og brómberjabaka með vanillumascarapone kremi

Fylling í böku  

2 stk epli græn

250 gr brómber

1½ msk maizenamjöl

50 gr sykur  

Skrælið og skerið eplin í teninga og setjið í skál með brómberjunum hellið sykrinum og maizenanu yfir eplin og brómberin og blandið öllu vel saman.

Mascarapone krem

250 gr mascarapone krem

100 gr hrásykur

1 stk vanillustöng

1 stk börkur af sítrónu

Þeytið allt saman þar til kremið er orðið mjúkt og setjið í sprautupoka

Bökudeig

200 gr smjör

200 gr hrásykur

225 gr hveiti (sigtað)

1 tsk lyftiduft (sigtað)

Þeytið smjör og hrásykur saman þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þurrefnunum saman við smjörið og sykurinn og blandið varlega saman. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Setjið eplin og brómberin saman í eldfast mót. Sprautið mascaraponekreminu yfir eplin og brómberinn og endið svo á að hjúpa allt saman með bökudeiginu. Bakið í 40 mín eða þar til skorpan er orðn gullin brún.


Tengdar fréttir

Meistarakokkur á skjánum

Eyþór Rúnarsson snýr aftur á Stöð 2 með gómsæta og girnilega matreiðsluþætti.

Svona gerirðu graflax

Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr

Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati






×