Matur

Grillað grasker, smámaís og paprika með möndluolíu

Rikka skrifar
Visir/Andri

Í síðasta þætti í Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2 bjó hann til dásamlegt salat sem á við hvort sem er að sumri eða vetri til. 

Grillað grasker, smámaís og paprika með möndluolíu

Grillað grænmeti

1 stk grasker (butternut)

2 box smámaís

1 stk appelsínugul paprika

1 stk rauð paprika

1 tsk reykt paprikuduft

1 tsk brodd kúmen (ristað á pönnu)

1 tsk fennelfræ (ristuð á pönnu)

1 tsk svört pipar korn

40 ml ólífuolía

1 tsk sjávarsalt

Skrælið og skerið graskerið í skífur og setjið í skál með maísnum. Skerið paprikuna líka í skífur og setjið út í skálina. Brjótið brodd kúmenið í kryddkvörn eða morteli. Setjið kryddin út í skálina ásamt ólífuolíunni og sjávarsaltinu og blandið vel saman. Látið standa yfir nótt inn í ísskáp eða í minnst 8 tíma. Hitið grillpönnu og grillið grænmetið í ca. 3 mín. á hvorri hlið. Setið í eldfast mót og setjið álpappír yfir. Látið standa þannig í 10 mín.

Möndluolía

150 gr ristaðar möndlur

100 ml ólífuolía

½ tsk laukduft

¼ tsk hvítlauksduft

¼ tsk cayanna pipar

Sjávarsalt

safi úr ½ sítrónu

Setjið allt saman í matvinnsluvél og vinnið saman í ca. 2 mín. Smakkið til með  saltinu og sítrónusafanum

Salatið

1 poki blandað salat

1 plata af fetaosti

Grillaða grænmetið

Möndluolían

Setjið salatið í botninn á fatinu og raðið grillaða grænmetinu yfir. Myljið fetaostinn yfir grænmetið og dreifið möndluolíunni yfir.


Tengdar fréttir

Laxatartar með estragonsósu

Eyþór Rúnarsson, meistarakokkur, töfrar hérna fram frábæran laxatartar sem tilvalin er í jólaboðið.

Svona gerirðu graflax

Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Ómótstæðilegt kartöflusalat

Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson fór á kostum í sjónvarpsþættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann reiðir fram hvern grinilegan réttinn á eftir öðrum. Hérna er hann með ómótstæðilegt kartöflusalat sem hægt er að bera fram allan ársins hring.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr

Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka

Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir

Sætkartöflusæla með pistasíum og trönuberjum

Kartöflur eru eitt vinsælasta hráefnið á Íslandi og hægt að nota á marga vegu. Hérna er meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson búinn að búa til uppskrift af sætkartöfluköku sem svíkur engan.

Jólaöndin hans Eyþórs

Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari og þáttastjórnandi Eldhússins hans Eyþórs á Stöð 2 bjó til ómótstæðilega heilsteikta önd með sveppa og trönuberjafyllingu ásamt ljúffengri sósu og kartöflum í hátíðarbúning.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.