Innlent

46 prósent nefndarfólks í ráðuneytum eru konur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra.
Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra. Vísir/Valli
46 prósent fólks sem stendur vaktina í nefndum á vegum ráðuneyta eru konur og 54 prósent karlar. Hlutfall kvenna í nefndum sem skipaðar voru á starfsárinu 2014 var 48 prósent og 52 prósent karlar. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu jafnréttistofu.

Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2014 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með framkvæmd hans.

Samkvæmt 15. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008 á hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum að vera sem jafnast og ekki minna en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír. Tilnefningaraðili á að tilnefna karl og konu, en heimilt er að víkja frá því þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu.

Þegar kynjakvótinn var leiddur í lög 2008 voru 43% nefnda í samræmi við kynjakvótann. Árið 2014 voru 76% starfandi nefnda skipaðar í samræmi við 15. greinina.

Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×